Varðar aðgengismál í Sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203023

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 223. fundur - 07.03.2012

Starfshópur á vegum Félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar hefur verið að skoða aðgengismál í sveitarfélaginu. Fram kemur í greinargerð hópsins að ýmsu er ábótavant og fylgir ítarlegur listi yfir þá staði sem athugunar er þörf.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 231. fundur - 17.10.2012

Á fund ráðsins vor mættir fulltrúar í aðgengishóp sem fylgdu eftir skýrslu sem kynnt var á fundir ráðsins í mars sl.
Eyrún Rafnsdóttir kynnti fyrir ráðsmönnum Þingsályktum um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Fram kom í máli hennar að framkvæmdaáætlun um úrbætur þarf að liggja fyrir árslok 2013. Eyrún vék af fundi
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að framkvæma úttekt á aðgengismálum með vísan til þeirrar skýrslu sem aðgengishópurinn skilaði frá sér í mars. sl.