Skíðadalsvegur, framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201202065

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Með bréf sem dagsett er 14. febrúar 2012, óskar Vegagerð ríkisins eftir framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Skíðadalsvegi (807) í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða að endurbygga, styrkja og leggja bundið slitlag á 3,4 km kafla á milli Skáldalækjar og Brautarhóls og um 3,5 km kafla milli Hofsár og Ytra-Hvarfs. Í tengslum við framkvæmdina er gert ráð fyrir að leggja 2,5 m breiðan reiðveg á vegstæðinu austan framkvæmdakaflanna.
Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar var gert ráð fyrir staðsetningu framangreinds vegar.

Umhverfisráð beinir því til Vegagerðarinnar að tryggja að örugg bílastæði verði við Hánefsstaðarreit svo og að útskot verði gert við Saurbæjartjörn. Einnig vill umhverfisráð vegja athygli á óskum ábúenda á Dæli og Másstöðum á lagfæringum á vegakaflanum sem liggur um hlaðið á viðkomandi bæjum. Þar er umkvörtunin rykmengun vegna umferðar, og fylgir bókun ráðsins um það málefni svari við þessu erindi.

Umhverfisráð samþykkir erindi og framkvæmdaleyfi er veitt

Umhverfisráð - 231. fundur - 17.10.2012

Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerð ríkisins sækir um leyfi til efnistöku úr landi Hofsár, Svarfaðardal. Um er að ræða um 40.000 m3 og mun frágangur á landi eftir efnistöku vera í samráði við landeiganda. Leyfi landeiganda liggur fyrir.
Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmdaleyfi veitt.