Heljuskáli, ósk um styrkveitingu 2012

Málsnúmer 201209096

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 231. fundur - 17.10.2012

Með bréfi, sem dagsett er í september 2012, er óskað eftir styrk til byggja skála á Heljadalsheiði. Áætlað að taka hann í notkun í lok ágúst 2013.
Umhverfisráð telur að styrkbeiðni sem þessi eigi heima hjá bæjarráði og vísa ráðið því framangreindu erindi þangað.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 642. fundur - 01.11.2012

Kristján E. Hjartarson, formaður, vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið og Valdís Guðbrandsdóttir tók við fundarstjórn.

Á 231. fundi umhverfisráðs þann 17. október s.l. var tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett í september 2012, er varðar ósk um styrkveitingu vegna byggingu skála á Heljardalsheiði árið 2013.

Umhverfisráð vísaði ofangreindu erindi til bæjarráðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.