Umhverfisráð

229. fundur 15. ágúst 2012 kl. 08:15 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
 • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Reglugerð um fráveitur í Dalvíkurbygggð, endurskoðun.

Málsnúmer 201208015Vakta málsnúmer

Staðið hefur til að endurskoða reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir fundinum lágu fyrstu drög af nýrri reglugerð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Umsókn um lóð að Laugahlíð, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201208016Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 9. ágúst 2012, sækir Þórarinn Sigurgeirsson, Þverási 53, 110 Reykjavík, um lóð nr H samkvæmt deiliskipulagi að Laugahlíð landnr. 209736.
Umhverfisráð samþykkir framangreinda lóðarumsókn.

3.Starfsmannamál veitna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201208017Vakta málsnúmer

Miklar breytingar og hafa orðið á umsvifum hjá veitum Dalvíkurbyggðar á síðustu árum. Veitukerfin hafa stækkað og stýrikerfi þeirra eru orðin flókin. Ingólfur Jónasson hefur sagt upp störfum og er þörf á að ráða mann í hans stað. Á þessum tímapunkti er rétt að yfirfara skipurit veitnanna með þarfir þeirra í huga.
Umhverfisráð vill þakka Ingólfi vel unnin störf hjá veitum Dalvíkurbyggðar og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.Umhverfisráð felur sviðstjóra að kynna tillögu að nýju skipuriti á næsta fundi ráðsins.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gerfihnattadisk að Hafnarbraut 25, Dalvík

Málsnúmer 201208018Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 13. ágúst 2012, óskar Jóhann Antonsson eftir því að setja fjarskiptadisk, stærð 85 - 100 sm , á eða við húsið að Hafnarbraut 25, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir erindið.

5.Leyfi til flutnings á húsinu að Öldugötu 18, Árskógssandi.

Málsnúmer 201208019Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 27. júlí 2012, sækir Katrín Sigurjónsdóttir um leyfi til flutings á framangreindu húsi. Fyrir liggur leyfi frá byggingafulltrúa Sveitarfélagins Skagafjörður.
Erindið samþykkt.

6.Vegna hámarkshraða við Böggvisstaði og fl.

Málsnúmer 201208020Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 18. ágúst 2012, vekur Unnur Hafstað Ármannsdóttir athygli á því að nauðsynlegt er að takmarka hámarkshraða og ganga frá lóðarmörkum við Böggvistaði.
Umhverfisráð samþykkir að vegurinn frá Svarfaðardalsvegi að Skógarhólum verði 30 km/klst. og biðskylda verði sett við Svarfaðardalsveg. Hvað varðar frágang á lóðarmörkum ber lóðarhöfum að ganga frá þeim.

7.Landsskipulagsstefna 2012-2024

Málsnúmer 201111013Vakta málsnúmer

Kynnt var í nóvember 2011 framangreind Landskipulagsstefna og þeim boðið að taka þátt í mótun hennar sem hefðu áhuga á því. Nú er verið að boða til ráðstefnu um saman efni þann 17. ágúst n.k. og verður möguleiki á að fylgjast með henni á veraldarvefnum.
Lagt fram til kynningar.

8.Varðandi N1 þjónustustöð Hafnarbraut 24, Dalvík

Málsnúmer 201208003Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett 31. júlí 2012, leggur Sigurður Einarsson fram leiðrétt reyndarteikningu sem unnin er af Nýju Teiknistofunni ehf.
Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
 • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs