Vegna hámarkshraða við Böggvisstaði og fl.

Málsnúmer 201208020

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 229. fundur - 15.08.2012

Með bréfi sem dagsett er 18. ágúst 2012, vekur Unnur Hafstað Ármannsdóttir athygli á því að nauðsynlegt er að takmarka hámarkshraða og ganga frá lóðarmörkum við Böggvistaði.
Umhverfisráð samþykkir að vegurinn frá Svarfaðardalsvegi að Skógarhólum verði 30 km/klst. og biðskylda verði sett við Svarfaðardalsveg. Hvað varðar frágang á lóðarmörkum ber lóðarhöfum að ganga frá þeim.