Umhverfisráð

350. fundur 05. mars 2021 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202102163Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi sem dagsett er 24.02.2021, sækir Óðinn Gunnarsson um sumarhúsalóð nr. 9a við götu B3 á Hamarsvæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðna lóð. Gatnagerðagjöld leggjast á lóðina þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Fyrirspurn vegna byggingar vélageymslu í landi Snerru

Málsnúmer 202102105Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15. febrúar 2021 óskar Þröstur Karlsson eftir áliti umhverfisráðs á fyrirhugaðri byggingu vélageymslu í landi Snerru, Svarfaðardal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð setur sig ekki upp á móti erindinu en vill benda á að ljúka þarf makaskiptum á spildum og breytingu á deilisskipulagi svæðisins.

3.Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dagsett 10. febrúar 2021 vegna sjóvarnar við Sandskeið. Þar er ítrekað að upptekt á núverandi landi framan við byggð stangast á við lög um sjóvarnir. Ef fjarlægja eigi land munu framkvæmdaráform Vegagerðarinnar um byggingu sjóvarnar á um 100 m kafla sunnan hafnar Dalvíkur falla niður.

Í minnisblaði sveitarstjóra frá 28.02.2021 kemur fram að umhverfisráð og sveitarstjórn hafi miðað við uppdrátt af aðalskipulaginu sem ekki er í gildi en aðalskipulaginu var breytt árið 2016. Rétti uppdrátturinn sýnir aðra og nýja legu varnargarðs við Sandskeið. Neðanmáls í minnisblaðinu eru taldir upp þrír valkostir A, B og C. Lagt er til að leið C verði farin en það er leið sem Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lagt áherslu á.

Fannar Gíslason, starfsmaður Vegagerðar ríkisins kom á fundinn í síma kl 8:55 símtalinu lauk 9:00.
Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leið C verði farin, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindis og vill að bókað sé að hún undri sig á því að ríkisstofnun stilli sveitarfélaginu upp við vegg með þessum hætti.
Ráðið leggur til að reynt verði að koma fyrir gönguleið með stalli sjávar megin í sjávarvörnina og slík tillaga verði kynnt fyrir ráðinu.

4.Friðland Svarfdæla Verndar- og stjórnunaráætlun 2017-2026

Málsnúmer 201611002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 26. febrúar 2021. Þar er bent á að drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla hafi verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við áætlunina er til og með 26. mars 2021.

Óskað er eftir að vakin sé athygli á þessu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hlekkur á áætlunina kæmi fram.

Lilja Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Umhverfisráð fagnar því að vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla sé að ljúka og samþykkir hana með fjórum samhljóða atkvæðum fyrir sitt leyti. Ráðið óskar eftir að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3. Malarnám og jarðvegstippur á bls. 17 í áætluninni.

5.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 217. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 20. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs