Fjárhagsáætlun 2021; umhverfi Böggvisstaða

Málsnúmer 202009056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Ellu Völu Ármannsdóttur og íbúum Böggvisstaða dagsett 4. september 2020, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki frá fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að:
1) Laga heimkeyrslu að Böggvisstöðum.
2) Færa inngang í Böggvisstaðaskála.
3) Taka til og ganga frá í kring um Böggvisstaðaskála.

Íbúarnir lýsa ánægju sinni með nýjan göngustíg frá Dalvík að Böggvisstaðaafleggjara og að lokað sé fyrir bílaumferð frá Dalvík stystu leið að Böggvisstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og Eignasjóðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi vísað til umhverfisráðs

Tekið fyrir erindi frá Ellu Völu Ármannsdóttur og íbúum Böggvisstaða dagsett 4. september 2020, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki frá fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að:
1) Laga heimkeyrslu að Böggvisstöðum.
2) Færa inngang í Böggvisstaðaskála.
3) Taka til og ganga frá í kring um Böggvisstaðaskála.

Íbúarnir lýsa ánægju sinni með nýjan göngustíg frá Dalvík að Böggvisstaðaafleggjara og að lokað sé fyrir bílaumferð frá Dalvík stystu leið að Böggvisstöðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og Eignasjóðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfiráð leggur til að liður 1. verði settur á 3 ára áætlun.
Lið 2. er vísað til Eignasjóðs.
Liður 3. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélagið sýni gott fordæmi þegar kemur að umgengni og felur sviðsstjóra að koma því í framkvæmd sem fyrst.

Umhverfisráð - 342. fundur - 02.10.2020

Til afgreiðslu erindi frá íbúum á Böggvistöðum dags. 27. september 2020 þar sem óskað er eftir að farið verði í endurbætur á heimreiðinni á þessu ári.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna hvort svigrúm sé innan fjárhagsáætlunar 2020 svo hægt sé að fara í verkefnið á þessu ári.
Að öðrum kosti leggur ráðið til að farið verði í framkvæmdina 2021.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.