Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2021

Málsnúmer 202009111

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 135. fundur - 24.09.2020

Til kynningar og umræðu starfs- og fjárhagsáætlun Landbúnaðarráðs 2021

Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en felur sviðsstjóra að óska eftir auknu fjármagni til lagfæringa og endurbóta á girðingum til að mynda við Böggvisstaði/Fólksvang, Upsi, Hamar og Ytra-Holt. Landbúnaðarráð telur mjög brýnt að farið verði í endurbætur og lagfæringar á girðingum og óskar eftir hækkun til málaflokksins um 30%.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 342. fundur - 02.10.2020

Lögð fram til umræðu og afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs 2021

Undir þessum lið kom Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar inn á fundinn kl. 08:20
Steinþór vék af fundi kl. 09:40
Umhverfisráð hefur farið yfir öll gögn og felur sviðsstjóra að leggja fram áætlun ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.