Fjárhagsáætlun 2021; Friðland Svarfdæla - frá Hjörleifi Hjartarsyni

Málsnúmer 202009091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 955. fundur - 17.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni vegna Friðlands Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 þar sem Hjörleifur minni á að gert verði ráð fyrir verkefnum í Friðlandi Svarfdæla eins og kveður á í samningi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar.

Auk reglubundins viðhalds á stígum,merkingum, mannvirkjum og reksturs á áningarstað eru upptalin forgangsverkefni næsta árs.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 342. fundur - 02.10.2020

Á 955. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni vegna Friðlands Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 þar sem Hjörleifur minnir á að gert verði ráð fyrir verkefnum í Friðlandi Svarfdæla eins og kveður á í samningi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar. Auk reglubundins viðhalds á stígum,merkingum, mannvirkjum og reksturs á áningarstað eru upptalin forgangsverkefni næsta árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Ákveðin upphæð til þessara verkefna er áætluð á deild 11030 fyrir árið 2021.
Erfitt er að leggja mat á kostnað við verkefnin þar sem engar kostnaðaráætlanir fylgdu erindinu.
Ráðið óskar eftir að fá bréfritara á fund ráðsins sem fyrst.