Byggðaáætlun - Náttúrvernd og efling byggða

Málsnúmer 202001093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 933. fundur - 30.01.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 24. janúar 2020. Þar óskar stjórn SSNE eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.9. í byggðaáætlun en verkefnismarkmið þar snúa að náttúruvernd og eflingu byggða.

Skila skal inn hugmyndum að mögulegum verkefnum til SSNE fyrir 24. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Á 933. fundi byggðaráðs þann 30. janúar var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 24. janúar 2020. Þar óskar stjórn SSNE eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.9. í byggðaáætlun en verkefnismarkmið þar snúa að náttúruvernd og eflingu byggða.

Skila skal inn hugmyndum að mögulegum verkefnum til SSNE fyrir 24. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Umhverfisráðs."
Umhverfisráð leggur til að við mat á mögulegum valkostum að verkefnum á NA landi hafi SSNE Friðland Svarfdæla sterklega í huga.
Ráðið telur svæðið eiga mikið inni þegar kemur að uppbyggingu.