Uppsetning á heitum pottum í Sandvík, Hauganesi til reynslu.

Málsnúmer 201707034

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 292. fundur - 01.08.2017

Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2017 óskar Elvar Reykjalín eftir leyfi til uppsetningar á heitum pottum í Sandvík, Hauganesi til reynslu.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir að veita umbeðið leyfi til reynslu í tvö ár, en bendir á að áður en leyfi verður veitt þarf að afla tilskilinna leyfa frá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands og Umhverfisstofnunar.
Ráðið bendir á að þær framkvæmdir sem umrætt leyfi tekur til skulu vera með öllu afturkræfar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 320. fundur - 03.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dags. 29. og 30. apríl þar sem óskað er eftir leyfi til frekari framkvæmda í Sandvík við Hauganes.
Umhverfisráð gefur leyfi fyrir potti og snyrtingu fyrir fatlaða, enda um afturkræfar framkvæmdir að ræða. Hvað varðar bílastæði á bakkanum ofan við pottana hafnar umhverfisráð því og vísar til gerðar deiliskipulags.
Ráðið vill ítreka að samkvæmt bréfi dags. 19. október 2017 kemur skýrt fram að allar frekari framkvæmdir séu leyfisskildar.
Í ljósi þess að vinna við deiliskipulag Hauganes er í vinnslu leggur umhverfisráð áherslu á að allar frekari framkvæmdir á svæðinu skuli sendar inn til ráðsins til afgreiðslu að öðrum kosti verði framkvæmdir stöðvaðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum