Umhverfis- og dreifbýlisráð

15. fundur 10. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:58 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Gestir þau Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason mættu til fundar kl. 08:15

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum. Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 354.fundi sveitarstjórnar þann 17.janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að álagning vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd 2023 verði óbreytt á milli ára."

Í minnispunkti frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dags. 28.febrúar sl. segir tekið fyrir í haust 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Gittu, Jónasi og Snorra fyrir góða yfirferð um ástand fjallgirðinga á Árskógsströnd. Það er talsvert af eldri girðingum sem eftir á að fjarlægja, framkvæmdasviði er falið að kortleggja þá staði sem um ræðir. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að útbúa verkáætlun vegna viðhalds girðinga næsta vor. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Árskógsrétt

Málsnúmer 202309062Vakta málsnúmer

Gestir Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason.

Á 1080.fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Vali Benediktssyni, dagsett þann 12. september 2023, þar sem vakin er athygli á viðhaldsþörf Árskógsréttar. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Frá 13. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 26.september sl. - umfjöllun undir máli 202304162 um fjárhagsáætlun: Réttinn á Árskógsströnd, skoða þarf viðhald og aðkomu sveitarfélagsins. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá fjallskilastjóra á fund.
Framkvæmdasviði falið að útbúa verkáætlun í samráði við Jónas Þór Leifsson, þar sem sveitarfélagið leggur til efni en landeigendur taki að sér framkvæmdina. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Gittu, Jónasi og Snorra fyrir komuna.
Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason véku af fundi kl. 08:52

3.Fyrirkomulag refa- og minkaveiða 2022

Málsnúmer 202204009Vakta málsnúmer

Á 144.fundi landbúnaðarráðs þann 7.apríl 2022 voru lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða: Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Málið fór aldrei fyrir sveitarstjórn og er því ólokið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

4.Upprunaábyrgðir vegna raforku.

Málsnúmer 202307004Vakta málsnúmer

Erindið var tekið fyrir á 12.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8.september sl. og eftirfarandi var bókað: Lagt fram til kynningar og vísað áfram til skoðunar í vinnuhópi sveitarfélagsins um Loftlagsstefnu.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um búfjárhald

Málsnúmer 202310075Vakta málsnúmer

Með umsókn dags 14.október sl. sækir Elín María Jónsdóttir um leyfi til búfjárhalds að Hellu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veita umsækjanda leyfi til búfjárhalds skv. 3.gr. samþykktar um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar nr. 807/2022.

6.Kvörtun vegna nágrennis Böggvisstaða

Málsnúmer 202308020Vakta málsnúmer

Leifur Þorkelsson frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri, áttu fund með Unni E. Hafstað Ármannsdóttur að Böggvisstöðum fimmtudaginn 2.nóvember sl.
Sveitarstjóri fór yfir efni fundarins. Lagt fram til kynningar.

7.Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 202309067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ályktun Skógræktarfélags Íslands frá aðalfundi þess sem haldinn var 1.-3.september á Patreksfirði, þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni. Það er vanmetið hvað græn svæði hafa mikla þýðingu fyrir lífsgæði allra landsmanna, bæta skjól í og við þéttbýli, hvetja til útiveru, fjölskyldusamveru og stuðla að bættri geðheilsu. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í grænum svæðum, bæði í trjánum sjálfum sem og þeim áhrifum sem þau hafa á nærsamfélagið. Bæði sveitarfélög og íbúar njóta góðs af því. Enn fremur er kolefnisbinding trjágróðurs mikilvæg mótvægisaðgerð í loftslagsmálum.
Lagt fram til kynningar.

8.Flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Málsnúmer 202310057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands þar sem þau óska eftir eftirfarandi upplýsingum frá sveitarfélaginu.
Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar var gefið úr í mars 2021. Um samstarfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis (nú matvælaráðuneytið), Skipulagsstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands er að ræða.

Við gerð þessara leiðbeininga var horft til gildandi landsskipulagsstefnu (Skipulagsstofnun, 2016), jarðalögum nr. 81/2004, lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, lögum um landgræðslu nr. 155/2018, lögum um skóga og skógrækt nr. 33/2019, skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Flokkun landbúnaðarlands er fremur skammt á veg komin hérlendis og ekki hefur gætt fulls samræmis í aðferðum og skilgreiningu á flokkum landbúnaðarlands. Leiðbeiningum þessum er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla, skógræktar og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu þannig að niðurstaða verði sambærileg. Þannig gæti fengist yfirlit yfir hversu stór hluti landsins getur talist úrvals ræktunarland. Sé landbúnaðarland flokkað samkvæmt því sem hér er lagt til, ætti það að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku við aðalskipulagsgerð í samræmi við markmið jarðalaga.

Spurningin er eftirfarandi: Hefur sveitarfélagið flokkað landbúnaðarland skv. leiðbeiningunum að ofangreindu og þá hvernig?

Dalvíkurbyggð hefur ekki flokkað landbúnaðarland samkvæmt því sem lagt er til í erindi Bændasamtaka Íslands. Lagt fram til kynningar.

9.Viðhald veggirðinga um jörðina Háls.

Málsnúmer 202309105Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Tilkynning um viðhald girðinga

Málsnúmer 202310100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Á 11.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júlí 2023 var tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs. Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum. Eftirfarandi var bókað: Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði. Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð tók málið fyrir á 14.fundi sínum þann 8.nóvember sl. og var eftirfarandi bókað: Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið." Niðurstaða: Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.


Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 14.fundi ráðsins þann 8.nóvember sl. Jafnframt telur umhverfis- og dreifbýlisráð ótímabært að taka afstöðu til hámarkshraða á hafnarsvæðinu á Dalvík og telur þá umræðu eiga að haldast í hendur með vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:58.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri