Fyrirkomulag refa- og minkaveiða 2022

Málsnúmer 202204009

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 144. fundur - 07.04.2022

Lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.
Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Á 144.fundi landbúnaðarráðs þann 7.apríl 2022 voru lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða: Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Málið fór aldrei fyrir sveitarstjórn og er því ólokið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 144.fundi landbúnaðarráðs þann 7.apríl 2022 voru lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða: Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Málið fór aldrei fyrir sveitarstjórn og er því ólokið.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.