Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 202309067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Tekin fyrir ályktun Skógræktarfélags Íslands frá aðalfundi þess sem haldinn var 1.-3.september á Patreksfirði, þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni. Það er vanmetið hvað græn svæði hafa mikla þýðingu fyrir lífsgæði allra landsmanna, bæta skjól í og við þéttbýli, hvetja til útiveru, fjölskyldusamveru og stuðla að bættri geðheilsu. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í grænum svæðum, bæði í trjánum sjálfum sem og þeim áhrifum sem þau hafa á nærsamfélagið. Bæði sveitarfélög og íbúar njóta góðs af því. Enn fremur er kolefnisbinding trjágróðurs mikilvæg mótvægisaðgerð í loftslagsmálum.
Lagt fram til kynningar.