Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer
Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum