Umhverfis- og dreifbýlisráð

8. fundur 31. mars 2023 kl. 08:15 - 09:47 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
 • Börkur Þór Ottósson embættismaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 202303202Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri eigna-og framkvæmdadeildar fer yfir fyrirhugaðar framkvæmdir 2023
Umhverfis-og dreifbýlisráð þakkar Helgu Írisi fyrir greinargóða yfirferð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

2.Endurnýjun á skiltum við Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 202303153Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 22. mars 2023 óskar Hjörleifur Hjartarsson eftir að kynna þrjú ný skiltapör sem setja á upp í friðlandi Svarfdæla.
Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir framlagða áætlun um endurnýjun á skiltum í friðlandi Svarfdæla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Ósk um lagfæringar á vegi að Hamri

Málsnúmer 202303152Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 23. mars 2023 óskar Bjarni Heiðar Johansen eftir lagfæringum á veginum að sumarhúsabyggðinni að Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að koma með tillögur og kostnaðarmeta lagfæringar á veginum í sumar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Með fundarboði umhverfis-og dreifbýlisráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúarmánuð ásamt yfirliti yfir stöðugildi og launakosnað.
Lagt fram til kynningar.

5.Breytt landnotkun að Syðra-Holti

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Á 6. fundi umhverfis- og dreifibýlisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. desember 2022 þar sem Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson óskuðu eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Niðurstaða fundarins var að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið.
Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar afgreiðslu erindisins til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Bjarni D Daníelsson vék af fundi kl. 09:03

6.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf., 2023

Málsnúmer 202303063Vakta málsnúmer

Til kynningar furgergerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar ásamt stjórnarfundagerð Flokkunar Eyjafjarðar frá mars 2023 og ársreikningur Flokkunar Eyjafjarðar fyrir árið 2022
Lagt fram til kynningar.
Júlía Ósk Júlíusdóttir lýsir yfir vanhæfi undir þessum lið

7.Umsókn um land/lóð til beitar auk búfjárleyfi

Málsnúmer 202303081Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi ódagsett. óskar Svanbjörn Jón Garðarsson eftir búfjárleyfi og landi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að veita umbeðið búfjárleyfi og felur framkvæmdasviði að afmarka land og gera leigusamning við umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Lóðarleigusamningur Tunguréttar-Leigugjald

Málsnúmer 202301095Vakta málsnúmer

Til umræðu leigugjald vegna lóðar undir Tungurétt í Svarfaðardal
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ganga frá greiðslu lóðarleigu síðustu fjögurra ára og ganga frá því að leigan verði greidd árlega héðan í frá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Auglýst lönd til beitar og slægna

Málsnúmer 202302126Vakta málsnúmer

Til umræðu drög að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og þær lendur sem lausar eru til úthlutunar
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að bæta við í úthlutunarreglur fyrir leigulönd ákvæði um hlutkesti.
Að öðru leyti samþykkir ráði framlögð drög að úthlutunarreglum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Samningur við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:47.

Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
 • Börkur Þór Ottósson embættismaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri framkvæmdasviðs