Sveitarstjórn

260. fundur 18. júní 2014 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
1. fundur sveitarstjórnar 2014-2018

Guðmundur St. Jónsson,starfsaldursforseti sveitarstjórnar, boðaði fundinn og fer með fundarstjórn þar til forseti sveitarstjórnar hefur verið kjörinn skv. 7. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

1.Kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar samkvæmt 7. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201406057Vakta málsnúmer

a) Guðmundur St. Jónsson bar upp tillögu um Heiðu Hilmarsdóttur, kt. 180859-3499, sem forseta sveitarstjórnar.
b) Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um kjör 1. og 2. varaforseta sveitarstjórnar:
1. varaforseti:
Valdemar Viðarsson (D)
kt. 011172-4079
2. varaforseti:
Valdís Guðbrandsdóttir (J) kt.
270477-4619

a) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Heiða Hilmarsdóttir réttkjörin forseti sveitarstjórnar.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Valdemar Viðarsson og Valdís Guðbrandsdóttir rétt kjörin.

2.Málefna- og samstarfssamningur á milli B-lista Framsóknar og óháðra og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar um meirahlutasamstarf.

Málsnúmer 201406063Vakta málsnúmer

Forseti las upp eftirfarandi yfirlýsingu:
B-listi Framsóknar og óháðra og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2014-2018.
Málefna- og samstarfssamningur hefur verið gerður og tekur hann mið af stefnumálum beggja framboðanna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014.
Meirihlutinn leggur áherslu á ábyrga og nútímalega stjórnunarhætti sem miða að því að laða fram það besta í samfélaginu. Lagt er upp með að allir kjörnir fulltrúar vinni sem ein heild og sjónarmið allra séu virt og skoðuð.
Mikilvægt er að áætlanir séu vandaðar og þeim fylgt. Aðhald í rekstri og ábyrgð skal vera í öndvegi en um leið áhersla á hátt þjónustustig og vandaða stjórnsýslu.
Jafnræði verður varðandi formennsku og skiptingu í nefndir og ráð á milli B-lista og D-lista. Leitast var við að halda jafnræði í kynjaskiptingu í nefndum og ráðum.

Málefna- og samstarfssamningurinn lagður fram á fundinum til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélga 2014-2018.

Málsnúmer 201406035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. júní 2014, þar sem fram kemur að samkvæmt 5. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga kjósa sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna fulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kýs 2 fulltrúa á landsþing sambandsins og jafn marga til vara. Kjörgengir eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórn og varamenn þeirra jafnmargir að tölu.

Meðfylgjandi er fyrirmynd að kjörbréfi sem þarf að senda til Sambandsins í síðasta lagi 1. ágúst 2014.

Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtaldir fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþing sambandsins.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður:

Gunnþór E. Gunnþórsson (D), kt. 130375-5619
Valdís Guðbrandsdóttir (J), kt.270477-4619
Varamenn:

Heiða Hilmarsdóttir (B), kt.180859-3499
Kristján Guðmundsson (B), kt.150290-4069

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201406060Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Bjarna Theódór Bjarnason, kt. 200864-4419, til heimils að Dalbraut 8, 620. Dalvík, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2014-2018. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.

5.Prókúruumboð sveitarstjóra, sbr. 48. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201406061Vakta málsnúmer

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að Bjarni Theódór Bjarnason, kt. 200864-4419, til heimils að Dalbraut 8, 620 Dalvík, sveitarstjóri, skuli fara með prófkúru fyrir sveitarfélagið Dalvíkurbyggð.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 699, frá 22.05.2014.

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 700, frá 05.06.2014.

8.Atvinnumálanefnd - 37, frá 28.05.2014.

9.Fræðsluráð - 182, frá 11.06.2014.

10.Íþrótta- og æskulýðsráð - 57, frá 10.06.2014.

11.Menningarráð - 44, frá 05.06.2014.

12.Umhverfisráð - 251, frá 04.06.2014.

13.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar 2014, 3., 4., 5. og 6. fundur.

Málsnúmer 201402060Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ofangreindar fundargerðir stjórnar Dalbæjar.

Enginn tók til máls.

14.Tillaga um frestun sveitarstjórnarfunda samkvæmt 8. gr., 4. mgr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201406062Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu, dagsett þann 13. júní 2014:
Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2014.

Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 19. júní 2014 til og með 31. ágúst 2014.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

15.Sveitarstjórn - 259, frá 20.05.2014, til kynningar.

Málsnúmer 1405007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.