Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélga 2014-2018.

Málsnúmer 201406035

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 260. fundur - 18.06.2014

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. júní 2014, þar sem fram kemur að samkvæmt 5. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga kjósa sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna fulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kýs 2 fulltrúa á landsþing sambandsins og jafn marga til vara. Kjörgengir eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórn og varamenn þeirra jafnmargir að tölu.

Meðfylgjandi er fyrirmynd að kjörbréfi sem þarf að senda til Sambandsins í síðasta lagi 1. ágúst 2014.

Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtaldir fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþing sambandsins.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður:

Gunnþór E. Gunnþórsson (D), kt. 130375-5619
Valdís Guðbrandsdóttir (J), kt.270477-4619
Varamenn:

Heiða Hilmarsdóttir (B), kt.180859-3499
Kristján Guðmundsson (B), kt.150290-4069

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.