Málefna- og samstarfssamningur á milli B-lista Framsóknar og óháðra og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar um meirahlutasamstarf.

Málsnúmer 201406063

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 260. fundur - 18.06.2014

Forseti las upp eftirfarandi yfirlýsingu:
B-listi Framsóknar og óháðra og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2014-2018.
Málefna- og samstarfssamningur hefur verið gerður og tekur hann mið af stefnumálum beggja framboðanna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014.
Meirihlutinn leggur áherslu á ábyrga og nútímalega stjórnunarhætti sem miða að því að laða fram það besta í samfélaginu. Lagt er upp með að allir kjörnir fulltrúar vinni sem ein heild og sjónarmið allra séu virt og skoðuð.
Mikilvægt er að áætlanir séu vandaðar og þeim fylgt. Aðhald í rekstri og ábyrgð skal vera í öndvegi en um leið áhersla á hátt þjónustustig og vandaða stjórnsýslu.
Jafnræði verður varðandi formennsku og skiptingu í nefndir og ráð á milli B-lista og D-lista. Leitast var við að halda jafnræði í kynjaskiptingu í nefndum og ráðum.

Málefna- og samstarfssamningurinn lagður fram á fundinum til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.