Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201406060

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 260. fundur - 18.06.2014

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Bjarna Theódór Bjarnason, kt. 200864-4419, til heimils að Dalbraut 8, 620. Dalvík, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2014-2018. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.

Byggðaráð - 701. fundur - 26.06.2014

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 11:49.

Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. var samþykkt tillaga um ráðningu Bjarna Th. Bjarnasonar í starf sveitarstjóra og var byggðarráði falið að ganga frá starfssamningi.

Á fundinum voru lögð fram drög að launa- og starfssamningi við sveitarstjóra.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og felur formanni byggðarráðs að ganga frá samningi við sveitarstjóra og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðaráð - 702. fundur - 03.07.2014

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 10:39.

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var til umfjöllunar samningsdrög við sveitarstjóra og samþykkti byggðarrað samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og fól formani byggðarráðs að ganga frá samningi við sveitarstjóra og leggja fram á næsta fundi.

Á fundi byggðarráðs var lagður fram launa- og starfssamningur við sveitarstjóra.
Samningurinn er á sömu nótum og við fyrrverandi sveitarstjóra nema að fallið er frá rétt til biðlauna og ekki er þak á greiðslu fyrir notkun á farsíma en í stað þess er ekki greitt fyrir kostnað vegna fjarvinnslu heima.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.

Bjarni kom inn á fundinn að nýju kl.10:49.