Sveitarstjórn

258. fundur 15. apríl 2014 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Marinó Þorsteinsson Varamaður
 • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
 • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson, boðaði forföll og varamaður hans, Marinó Þorsteinsson, mætti á fundinn í hans stað.
1. varaforseti, Kristján E. Hjartarson, tók því við fundarstjórn.
Óskar Óskarsson boðaði forföll og varamaður hans Kristinn Ingi Valsson mætti í hans stað.
Anna Guðný K

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 693, frá 20.03.2014.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 694, frá 03.04.2014.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 695, frá 10.04.2014.

4.Fræðsluráð - 180, frá 26.03.2014.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 55, frá 01.04.2014.

6.Landbúnaðarráð - 87, frá 18.03.2014.

7.Menningarráð - 43, frá 31.03.2014.

8.Umhverfisráð - 249, frá 02.04.2014.

9.Ungmennaráð - 2, frá 20.03.2014.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 10, frá 13.03.2014.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 11, frá 25.03.2014.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 12

13.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013; tillaga um breytingu. Fyrri umræða.Til umfjöllunar og afgreiðslu til síðari umræðu.

Málsnúmer 201403021Vakta málsnúmer

Á 694. fundi byggðarráðs þann 03.04.2014 var til umfjöllunar tillaga frá sveitarstjóra að breytingum á 46. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er varðar fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir tillögu að breytingum á Samþykktum á stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013, sbr. meðfylgjandi tillaga með fundarboði sveitarstjórnar.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

14.Skipurit Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201308063Vakta málsnúmer

Á 694. fundi byggðarráðs þann 3. apríl 2014 samþykkti byggðarráð tillögu að skipuriti Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að Skipurit Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

15.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013. Fyrri umræða.Til umfjöllunar og afgreiðslu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201403019Vakta málsnúmer

Á 695. fundi byggðarráðs þann 10. apríl 2014 var ársreikingur Dalvíkurbyggðar 2013 lagður fram og samþykkti byggðarráð að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.
Jóhann Ólafsson, sem leggur til eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, eftir ábendingu endurskoðanda, að fara yfir vinnuferli innheimtu hjá Dalvíkurbyggð.


Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða samantekin A og B hluti; kr. 78.889.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir kr. 23.769.000 jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 36.003.000 Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. - 11.677.000.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er kr. 38.012.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. -15.996.000.
Handbært fé frá rekstri samantekið A- og B- hluti: kr. 267.574.000.
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum kr. 170.162.000.
Tekin ný langtímalán kr. 80.000.000.
Afborganir langtímalána kr. 126.739.000.
Veltufjárhlutfall samstæðu er 1,18 og skuldahlutfall án lífeyrisskuldbindinga eftir 2028 er 83,3%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2013 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

16.Frá Rætur bs.; Þjónustusamningur sveitarfélaga.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201404060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá stjórn Róta bs., dagsett þann 27. mars 2014, er varðar þjónustusamning sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks skv. 3.gr. samþykkta fyrir byggðasamlagið Rætur bs. Þjónustusamningur lýsir útfærslu þjónustunnar, fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar og er meðfylgjandi. Óskað er eftir afgreiðslu sveitarstjórnar á samningnum.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þjónustusamninginn eins og hann liggur fyrir.

17.Kosningar til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí 2014; kjörskrá, kjördeildir og kjörstaðir.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201404061Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga vegna kosninga til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí 2014:

a)
Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 31. maí 2014, sbr. 13. gr. IV. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 6. mars 1998 og sbr. 44 gr. IX. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna.

Sbr. 13. og 44. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5 frá 6. mars 1998 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

18.Sveitarstjórn - 257

Málsnúmer 1403005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Marinó Þorsteinsson Varamaður
 • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
 • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.