Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; endurskoðun - til umræðu.

Málsnúmer 201403021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 692. fundur - 06.03.2014

Til umræðu gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og mögulegar breytingar á Samþykktunum og ráðum/nefndum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 694. fundur - 03.04.2014

Á 692. fundi byggðarráðs þann 6. mars 2014 var til umræðu gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og mögulegar breytingar á Samþykktunum og ráðum/nefndum.
Lagt fram til kynningar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að frá sveitarstjóra að breytingum á 46. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er varðar fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 258. fundur - 15.04.2014

Á 694. fundi byggðarráðs þann 03.04.2014 var til umfjöllunar tillaga frá sveitarstjóra að breytingum á 46. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er varðar fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir tillögu að breytingum á Samþykktum á stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013, sbr. meðfylgjandi tillaga með fundarboði sveitarstjórnar.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 259. fundur - 20.05.2014

Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15.apríl 2014 var tillaga um breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa breytingartilögunni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 700. fundur - 05.06.2014

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytingu, bréf dagsett þann 27. maí 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest meðfylgjandi samþykkt um breytingu um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013. Samþykktin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.