Skipurit Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 671. fundur - 29.08.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að skipuriti Dalvíkurbyggðar í samræmi við nýja Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint. Ræddar voru hugmyndir og breytingar.
Afgreiðslu frestað. Áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 10:33

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Á 671. fundi byggðarráðs þann 29. ágúst 2013 var til umfjöllunar drög að skipuriti Dalvikurbyggðar í samræmi við nýja Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Skipuritið var rætt og ræddar voru hugmyndir og breytingar. Afgreiðslu frestað.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ný drög að skipuriti fyrir Dalvíkurbyggð.
Til umræðu á fundinum.

Byggðaráð - 694. fundur - 03.04.2014

Á 671. fundi byggðarráðs þann 29. ágúst 2013 var til umfjöllunar drög að skipuriti Dalvikurbyggðar í samræmi við nýja Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Skipuritið var rætt og ræddar voru hugmyndir og breytingar. Afgreiðslu frestað.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ný drög að skipuriti fyrir Dalvíkurbyggð.
Til umræðu á fundinum.

Með fundarboði byggðarráð fylgdu óbreytt drög.
Á fundinum var farið yfir drögin.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum skipuritið eins og það liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og í samræmi við breytingar í 1. lið hér að ofan.

Sveitarstjórn - 258. fundur - 15.04.2014

Á 694. fundi byggðarráðs þann 3. apríl 2014 samþykkti byggðarráð tillögu að skipuriti Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að Skipurit Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.