Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

33. fundur 11. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:27 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Atli Einarsson Formaður skólanefndar TÁT
Dagskrá
Aðrir sem sátu fjarfund: Ave Kara Sillaots.

1.Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skýrsla " Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar - og sveitastjórnum á Íslandi dags. febrúar 2022. Skýrsla unnin af Ásdísi A. Arnaldsdóttur og Evu Marín Hlynsdóttur.
Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir níu mánaða stöðumat fyrir TÁT fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Stytting vinnuviku hjá TÁT

Málsnúmer 202209004Vakta málsnúmer

Umræður um styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum TÁT.
Skólanefnd TÁT, samþykkir styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum TÁT. Stytting vinnutíma verður endurskoðaður í vor, þar sem að þetta er tilraunaverkefni.

4.Skóladagatal TÁT 2022 - 2023

Málsnúmer 202203166Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir breytingar á skóladagatali TÁT vegna styttingar á vinnutíma.
Skólanefnd TÁT, samþykkir með þremur atkvæðum, breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023.

5.Gjaldskrá TÁT og Sportapler

Málsnúmer 202211044Vakta málsnúmer

Gjaldskrá TÁT tekin til umfjöllunar og Sportapler greiðslukerfið.
Máli frestað, aukafundur tekinn varðandi gjaldskrá TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023.

6.Kostnaðarskipting sveitarfélaga á rekstri TÁT 2023

Málsnúmer 202211042Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir kostnaðarskiptingu á milli sveitarfélaga er varðar rekstur á TÁT.
Skólanefnd TÁT, gerir ekki athugasemdir við kostnaðarskiptingu TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023.

7.Starfs - og fjárhagsáætlun TÁT 2022 - 2023

Málsnúmer 202208121Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2023.
Skólanefnd TÁT, gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun 2023, aðra en þá að enduskoða þarf tekjulykil þegar gjaldskrárhækkun liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:27.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Atli Einarsson Formaður skólanefndar TÁT