Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202209093

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 2. fundur - 03.10.2022

Með bréfi, dagsett 21. september 2022, óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagni neðan við Karlsrauðatorg 5. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna fyrir matarvagninum.
Skipulagsráð samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsett 21. september 2022, óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagni neðan við Karlsrauðatorg 5. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna fyrir matarvagninum. Skipulagsráð samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagn neðan við Karlsrauðatorg 5.