Leikfélag Dalvíkur, samningur

Málsnúmer 201502057

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Undir þessum lið komu á fundinn Sonja Guðmundsdóttir og Borghildur Freyja Rúnarsdóttir úr stjórn Leikfélags Dalvíkur.

Styrktarsamningur Leikfélags Dalvíkur (LD) og Dalvíkurbyggðar er nú runninn út og hófust umræður um nýjan samning og nýtingu á húsnæðinu.

Fulltrúum Leikfélags Dalvíkur þökkuð koman á fundinn og samþykkt að heimsækja LD á næsta fundi ráðsins.

Sonja og Borghildur véku af fundi kl 10:15

Menningarráð - 51. fundur - 22.04.2015

Til umræðu var áherslur samnings við Leikfélag Dalvíkur sem nú er útrunninn.Menningarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Dalvíkur um óbreytta fjárhæð, kr. 750.000 sbr. fjárhagsáætlun 2015 og mun vinna að gerð samnings hefjast um leið og niðurstaða um framtíðarnýtingu Ungó og Sigtúns liggur fyrir.

Menningarráð - 63. fundur - 08.06.2017

Snævar Örn Ólafsson kom á fundinn kl. 8:15
Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins.
Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.
Snævar Örn Ólafsson vék af fundi kl. 8:50

Menningarráð - 65. fundur - 07.12.2017

Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveiting vegna leiksýningar árið 2017.
Menningarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveitingu vegna jólasýningar 2017. Styrkurinn tekinn af lykli 05810.