Frá Þjóðskjalasafni Íslands; Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar

Málsnúmer 201705058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskjalasafni íslands, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem óskað er umsagnar um reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns. Í viðhengi er bréf þjóðskjalavarðar og reglugerðardrögin. Umsagnarfrestur er til og með 16. júní n.k. Þann 15. maí n.k. er kynningarfundur um reglugerðardrögin í Þjóðskjalasafni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar menningaráðs í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumann Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumanni Héraðsskjalasafns að vera fulltrúar Dalvíkurbyggðar á kynningarfundinum þann 15. maí n.k. en fundurinn er einnig sendur yfir vefinn.

Menningarráð - 63. fundur - 08.06.2017

Björk Hólm Þorsteinsdóttir kom á fundinn kl. 9:00
Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar kynnti umsögn héraðsskjalasafna að drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Menningarráð tekur undir umsögn og ábendingar forstöðumanns héraðsskjalasafns Svarfdæla vegna draga að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna sem skila á fyrir 16. júní 2017.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fund kl. 9:30