Menningarráð

32. fundur 10. september 2012 kl. 14:00 - 16:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gjaldskár fræðslu- og menningarsviðs 2013

Málsnúmer 201208036Vakta málsnúmer

a) Með fundaboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu hjá Bóka- og Hérðasskjalasafni. Menningarráð samþykkir breytta gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. b) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu hjá Byggðasafninu Hvoli.  Menningarráð samþykkir breytta gjaldskrá en þó þannig að börn séu börn upp að 18 ára aldri.

2.Breyting á opnunartíma bókasafns

Málsnúmer 201209015Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að breyttum opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar þar sem lagt er til að opnunartími verði 10-17 alla virka daga og 14-17 á laugardögum í stað 12 til 18 virka daga aðra en föstudaga en þá er opið til 17:00. Jafnframt er í dag lokað á laugardögum.  Menningarráð samþykktir þessa breytingu tímabundið frá 1. október til 1. maí 2013 en þá verði hún endurskoðuð í ljósi reynslunnar enda er ekki gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessa.

3.Endurnýjun á styrktarsamningi við Gásakaupstað ses.

Málsnúmer 201208031Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Guðmundi Sigvaldasyni, stjórnarformanni Gásakaupstaðar þar sem óskað er eftir að styrktarsamningur verði framlengdur en styrkur Dalvíkurbyggðar hefur verið 200.000 kr. á ári.Sviðsstjóri vakti athygli á vanhæfi sínu þar sem hún er stjórnarmaður í félaginu. Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið áfram um 200.000 kr. af því gefnu að aðrir stofnaðilar sem styrkt hafa verkefnið undanfarin ár haldi því áfram.

4.Styrkur til jólatrésskemmtunar

Málsnúmer 201209013Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Lionsklúbbnum Sunnu þar sem óskað er styrks til að standa áfram fyrir jólatrésskemmtun á Dalvík. Menningarráð samþykkir að styrkja Sunnu um 75.000 kr. á ári 2013-2015. Jafnframt samþykkir Menningarráð að styrkja Kvenfélagið Hvöt og Kvenfélagið Tilraun um 40.000 kr. á ári 2013-2015 vegna jólatrésskemmtana enda sendi þau sveitarfélaginu reikning vegna þessa, strax að skemmtun lokinni.

5.Beiðni um styrk vegna rannsóknar

Málsnúmer 1206060Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi, dagsett 20. júní 2012, frá Eyðibýli - áhugamannafélagi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 kr. til að koma til móts við ferða- og uppihaldskostnað rannsakenda þegar þeir komu til Dalvíkurbyggðar og rannsökuðu eyðibýli. Forstöðumaður Byggðasafnsins upplýsti að þessi styrkur væri þegar kominn í ferli og færi út af deild 05-42.

6.Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings.

Málsnúmer 1206078Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf, dagsett 26. júní 2012, þar sem Menningarráð Eyþings óskar eftir svörum við sjö spurningum vegna stefnumótunar í menningarmálum fyrir sveitarfélögin á starfssvæði Eyþings. Menningarráð Dalvíkurbyggðar er að vinna að nýrri menningarstefnu og er því ekki reiðubúið til að svara jafn veigamiklum spurningum fyrr en að þeirri vinnu líkur. Jafnframt óskar menningarráð eftir upplýsingum um markmiðið með gerð stefnunnar og hvaða tilgangi henni er ætlað að þjóna.

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu samþykktar siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs