Frá Gásakaupstað ehf.; Endurnýjun á styrktarsamningi.

Málsnúmer 201208031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 633. fundur - 30.08.2012

Tekið fyrir erindi frá Gásakaupstað ehf., bréf dagsett þann 14. ágúst 2012, þar sem fram kemur að gildandi styrktarsamningur Dalvíkurbyggðar við Gásakaupstað ses. rennur út um næstkomandi áramót og er óskað eftir því að hann verði endurnýjaður / framlengdur t.d til næstu 3ja ára.
Bæjarráð samþykkir að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs.

Menningarráð - 32. fundur - 10.09.2012

Með fundarboði fylgdi bréf frá Guðmundi Sigvaldasyni, stjórnarformanni Gásakaupstaðar þar sem óskað er eftir að styrktarsamningur verði framlengdur en styrkur Dalvíkurbyggðar hefur verið 200.000 kr. á ári.Sviðsstjóri vakti athygli á vanhæfi sínu þar sem hún er stjórnarmaður í félaginu. Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið áfram um 200.000 kr. af því gefnu að aðrir stofnaðilar sem styrkt hafa verkefnið undanfarin ár haldi því áfram.