Frá Eyðibýli-áhugamannafélagi; Beiðni um styrk vegna rannsóknar

Málsnúmer 1206060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 633. fundur - 30.08.2012

Tekið fyrir erindi frá Eyðibýli-áhugamannafélag, dagsett þann 20. júní 2012, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið Eyðibýli á Íslandi að upphæð kr. 100.000 til að koma til móts við hluta ferða- og uppihaldskostnaðs rannsakenda í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs. Hildur Ösp vék af fundi.

Menningarráð - 32. fundur - 10.09.2012

Tekið var fyrir erindi, dagsett 20. júní 2012, frá Eyðibýli - áhugamannafélagi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 kr. til að koma til móts við ferða- og uppihaldskostnað rannsakenda þegar þeir komu til Dalvíkurbyggðar og rannsökuðu eyðibýli. Forstöðumaður Byggðasafnsins upplýsti að þessi styrkur væri þegar kominn í ferli og færi út af deild 05-42.