Rafræn skjalavarsla

Málsnúmer 202301121

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 94. fundur - 31.01.2023

Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, yfir stöðu mála á rafrænni skjalavörslu hjá Héraðsskjalasöfnum.
Lagt fram til kynningar

Menningarráð - 100. fundur - 18.01.2024

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um þátttöku Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð í verkefni um rafræna skjalavörslu.