Endurskoðun á reglum varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306129

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Tekin var til endurskoðunar, reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð heldur áfram vinnu við endurskoðun á vinnureglum og menningarstefnu á næsta fundi.

Menningarráð - 99. fundur - 16.11.2023

Reglur um umsóknir í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar teknar til endurskoðunar.
Menningarráð, leggur til að sviðsstjóri vinni drög að vinnureglum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Menningarráð - 100. fundur - 18.01.2024

Björk fór af fundi kl. 09:20
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðukenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum verklagsreglur Menningar - og viðurkenningarsjóðs Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðukenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum verklagsreglur Menningar - og viðurkenningarsjóðs Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála en ekki eru lagðar til breytingar á gildandi reglum.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til menningarráðs að stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins njóti ekki forgangs við úthlutanir úr sjóðnum.