Frá forstöðumanni safna; Nýtt hljóðkerfi í Berg - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202306020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1071. fundur - 15.06.2023

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.552.257.- til kaupa á nýju hljóðkerfi í Menningarhúsið Berg.

Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 05610 - 2810 hækki um kr. 2.552.257.- viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir ódagsett erindi frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.552.257.- til kaupa á nýju hljóðkerfi í Menningarhúsið Berg. Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:48.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 05610 - 2810 hækki um kr. 2.552.257.- viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.552.257 á lið 05610-2810. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, kynnti hugmyndir að nýju hljóðkerfi í Bergi.
Lagt fram til kynningar