Landbúnaðarráð

145. fundur 04. maí 2022 kl. 10:00 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson formaður
 • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Guðrún Erna Runólfsdóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað.

1.Merkingar hunda- og katta

Málsnúmer 202204127Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirkomulag við merkingar hunda og katta og tengsl við utanumhald með skráningum. Fyrir fundinum lá tilboð í nýjar merkingar fyrir dýrin, þar sem hægt er að setja nafn dýrs og símanúmer eiganda, sem einfaldar utanumhald og styttir boðleiðir.
Landbúnaðarráð leggur til að nýjar merkingar verði teknar upp og að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði gert ráð fyrir endurnýjun merkinga á eldri skráningum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Farið yfir viðhaldsþörf fjallgirðinga í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð fór yfir lista yfir girðingar á vegum sveitarfélgsins og reyndi að leggja mat á viðhaldsþörf þeirra. Þar sem enn á eftir að koma í ljós hver kostnaðurinn verður við almennt viðhald eftir veturinn verður ekki séð fyrr en að því loknu hversu mikið af girðingum verður hægt að endurnýja.
Landbúnaðarráð vill leggja áherslu á að fá Vegagerðina til þess að koma að veggirðingu við land Hamars og milli Brimnesár og Karlsár norðan Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsókn frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 18. mars 2022, um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti í Svarfaðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 36 hektarar og skiptist upp í þrjú svæði.
Umhverfisráð vísaði erindinu til landbúnaðarráðs til umsagnar þar sem hluti svæðisins sem um er rætt er innan skilgreinds landbúnaðarlands í gildandi aðalskipulagi.
Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson formaður
 • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi