Umhverfis- og dreifbýlisráð

5. fundur 13. janúar 2023 kl. 08:15 - 11:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir kom á fund undir fyrsta lið.

1.Bæjarrými - ásýnd miðsvæða og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202301039Vakta málsnúmer

Til kynningar hugmyndir Önnu Kristínar Guðmundsdóttur um Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að vinna að umsókn um styrk í Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð með Önnu Kristínu Guðmundsdóttur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 09:40.

2.Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037Vakta málsnúmer

Eigna- og framkvæmdadeild með endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð er almennt sátt með snjómokstur í sveitarfélaginu og leggur ekki til breytingar á snjómokstri í þéttbýli en vill þó bæta við forgangsmokstur á göngustígum á Dalvík. Ráðið hvetur sveitarstjórn að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina um meiri vetrarþjónustu í dreifbýli. Einnig leggur ráðið til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem fela í sér bætta þjónustu við heimreiðamokstur í dreifbýli skv. tillögum ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum.
Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 10:40

4.Fundargerðir fjallskiladeilda 2022

Málsnúmer 202208077Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjallskiladeilda Dalvíkurbyggðar árið 2022.
Lagðar fram til kynningar og samþykktar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Júlía Ósk Júlíusdóttir vék af fundi vegna vanhæfis kl. 10:50

5.Fjárhagsáætlun 2023; endurnýjun girðingar

Málsnúmer 202206054Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 14 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Á 4. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráð var sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að ræða við Berglindi, kostnaðarmeta framkvæmdina, fara yfir leigusamninga að landamerkjum og leggja aftur fyrir fund ráðsins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við Berglindi Björk Stefánsdóttir um landamerkjagirðingu á milli Hrafnstaðakots og Ytra-Holts.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Júlía Ósk Júlíusdóttir kom aftur á fundinn kl. 11:00

Fundi slitið - kl. 11:05.

Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs