Landbúnaðarráð

143. fundur 03. mars 2022 kl. 09:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar sem samþykkt var í Sveitarstjórn 18. janúar sl. Einnig lagt fram til kynningar breytt erindisbréf Landbúnaðarráðs.
Landbúnaðarráð er mótfallið ákvörðun Sveitarstjórnar um sameiningu Landbúnaðarráðs og Umhverfisráðs. Ráðið telur að starfssvið Umhverfisráðs verði of umfangsmikið og víðtækt við slíkar breytingar. Landbúnaðarráð furðar sig líka á samráðsleysi Sveitarstjórnar við fagráðin í þessari ákvarðanatöku. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2021

Málsnúmer 202201033Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjallskiladeilda Dalvíkurbyggðar árið 2021.

3.Samþykkt um búfjárhald- endurskoðun

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Farið yfir og rædd samþykkt Dalvíkurbyggðar um búfjárhald sem þarfnast endurskoðunar.
Landbúnaðarráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að uppfæra samþykktina samkvæmt umræðum á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Brýr í Sveinsstaðaafrétt

Málsnúmer 202203008Vakta málsnúmer

Í Sveinsstaðaafrétt eru tvær brýr sem þarfnast endurnýjunar og eitt gamalt brúarstæði sem æskilegt væri að brúa. Nauðsynlegt er að láta meta ástand og öryggi brúnna.
Landbúnaðarráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Farið yfir forgangsröðun við endurnýjun og viðhald fjallgirðinga sveitarfélagsins árið 2022.

6.100 ára afmæli Tunguréttar 2023

Málsnúmer 202202120Vakta málsnúmer

Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023. Nú þegar eru nokkrir áhugamenn farnir að huga að því að undirbúa afmælið.
Landbúnaðarráð óskar eftir því að sveitarfélagið komi að og styðji við hugmyndir tengdar 100 ára afmæli Tunguréttar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Ósk um breytingu á reglum um lausagöngu hunda

Málsnúmer 202203012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda á Dalvík þar sem hún óskar eftir leyfi fyrir lausagöngu hunda á afmörkuðum tíma austur á Böggvisstaðasandi meðan að snjóþungt er á hundasvæði.
Landbúnaðarráð leggst gegn lausagöngu hunda austur á Böggvisstaðasandi vegna vinsælda hans til útivistar. Ráðið leggur til við Umhverfisráð að leitað verði að öðru aðgengilegra svæði til að koma til móts við hundaeigendur yfir vetrartímann. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi