Atvinnumála- og kynningarráð

58. fundur 12. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:11 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Fundurinn fór fram í fjarfundi á TEAMS.
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir boðaði ekki forföll og enginn mætti í hennar stað.

1.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Atvinnuvegaráðuneytið hefur móttekið sérreglur frá Dalvíkurbyggð sem samþykktar voru í sveitarstjórn 28. október sl.

Sérreglurnar voru samþykktar í kjölfar sérfræðiálits.
Lagt fram til kynningar

2.Skönnun opinberra vefja

Málsnúmer 202011063Vakta málsnúmer

Annað hvert ár fer fram úttekt á opinberum vefjum og er verkefnið framkvæmt af stafrænu Íslandi sem er á vegum stjórnarráðs Íslands.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur móttekið fyrstu úttekt af tveimur og er sveitarfélaginu gefinn kostur á úrbótum fyrir 1. desember nk. en þá fer lokaúttekt fram.
Lagt fram til kynningar.

3.Norðurstrandarleið - sögur

Málsnúmer 202011064Vakta málsnúmer

Verkefni sem liggja fyrir á Norðurstrandarleið (Arctic coast way) eru fjölmörg. Dalvíkurbyggð var meðal annarra málsaðili ásamt Markaðsstofu Norðurlands að verkefni sem kallast sögur.

Unnið er að því um þessar mundir að safna sögum en stefnt er að því að setja upp 1 sögu að minnsta kosti á hvern áfangastað sem snýr að upplifun heimamanna á staðnum eða sérstökum atburðum sem orðið hafa í byggðalögunum.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála.
Stefnt er á verkefnið verði unnið í samstarfi við forstöðumann safna.

4.Fyrirtækjaþing 2020

Málsnúmer 202011065Vakta málsnúmer

Ástandið á síðustu mánuðum hefur ekki gert ráðinu kleift að halda fyrirtækjaþing og kalla aðila sem reka fyrirtæki í Dalvíkurbyggð saman á fund.

Lagt er til að halda ör-ráðstefnu í fjarfundi fyrir aðila í fyrirtækjarekstri. Hugmyndin er að halda eina slíka þann 25. nóvember nk. ef aðstæður leyfa og er undirbúningur fyrir það hafinn í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.

Á ör-ráðstefnunni yrði áhersla lögð á að fjölga og efla smáfyrirtæki í byggðalaginu með það markmiði að hækka þjónustustigið og mögulega skapa fleiri atvinnutækifæri.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 14 og 15 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:11.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi