Félagsmálaráð

253. fundur 14. september 2021 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202109063Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202109063

Bókað í trúnaðarmálabók
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri kom inn á fund kl 8:30

2.Ósk um styrk v. lagfæringar á svelg - frá Byggðarráði

Málsnúmer 202109076Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá byggðarráði, 994. fundur dags. 06.09.2021, um ákvörðun styrkveitingar fyrir félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð.

202108068 - Ósk um styrk vegna lagfæringar á svelg á bílaplani við Mímisbrunn.
Tekið fyrir erindi frá Helgu Mattínu Björnsdóttur, formanni Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, dagsett 24. ágúst 2021. Óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á niðurfalli á bílaplani við hús félagsins að Mímisbrunni. Að mati félagsins er mikilvægt að ljúka viðgerð fyrir vetrarbyrjun. Áætlaður kostnaður er kr. 150.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk til félagsins, á móti reikningi, að hámarki kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145.
Byggðaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimilda í málaflokki 02 á móti ofangreindum styrk.
Lagt fram til kynningar.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri vék af fundi kl 9:18

3.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 30.08.2021, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2022, sem ákveðið var á síðasta fundi félagsmálaráðs að taka betur fyrir á næsta fundi.
Einnig var lögð fram starfsáætlun ársins 2021 en vinna við gerð starfsáætlunar 2022 er hafin.
Félagsmálaráð kynnti sér umræðupunktana og ætlar að hafa þá til hliðsjónar við yfirferð komandi fjárhagsáætlunargerðar félagsmálasviðs.

4.Gjaldskrár árið 2022

Málsnúmer 202109077Vakta málsnúmer

Teknar fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs. Lagt er til að þær verði hækkaðar um 2.4% í heildina.
Frestað til næsta fundar ráðsins.

5.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202108083Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ábending byggðarráðs frá 994. fundi: Á fundi byggðaráðs var vakin athygli á 4. lið í meðfylgjandi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og óskað eftir að koma ábendingu til félagsmálasviðs um að setja málið á dagskrá félagsmálaráðs til umfjöllunar.
Einnig tekinn fyrir póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.08.2021, um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þar kemur fram að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. ágúst 2021, var fjallað um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: „Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Slíkur undirbúningur getur falið í sér endurskoðun verkferla með aukinni áherslu á samhæfingu verklags þvert á svið. Stjórnin telur það vera hlutverk sambandsins að miðla upplýsingum frá sveitarfélögum sem þegar eru komin áleiðis í sambærilegri vinnu auk upplýsinga frá félagsmálaráðuneyti um framgang innleiðingar laganna.“ Eins og sveitarstjórnum er kunnugt er um að ræða málefni sem hefur ítrekað komið til umfjöllunar á vettvangi starfshóps um skýrari verka- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga, svonefndri grábókarnefnd, sem heyrir undir samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga, þ.e. Jónsmessunefnd.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að halda áfram vinnu með fræðslu- og menningarsviði ásamt heilsugæslu um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

6.Handbók um samráð

Málsnúmer 202109057Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landssamtökunum Þroskahjálp, dags. 17.08.2021 en þar sem fram kemur að Landssamtökin Þroskahjálp hafi tekið að sér gerð handbókar fyrir sveitarfélög um starfsemi notendaráða.
Markmið handbókarinnar er að tryggja sveitarfélögum fræðslu um skyldur sínar er varða fatlað fólk og mikilvægi þess að allir séu raunverulegir og virkir þátttakendur. Í handbókinni er meðal annars komið inn á nauðsyn þess að öllum þátttakendum í notendaráðum sé tryggður viðeigandi stuðningur og aðlögun sem mætir þörfum þeirra til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri, deilt reynslu sinni og veitt stjórnvöldum viðeigandi aðhald.
Handbókinni er ætlað að tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks í notendaráðum varðandi málefni sveitarfélaganna sem hafa bein áhrif á lífsgæði og sjálfstæði þess. Efnið er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu og í nánu samráði við fatlað fólk og byggir á heimildum um samráð við fatlað fólk.

https://www.throskahjalp.is/is/fraedsla/handbok-um-notendasamrad
Lagt fram til kynningar.

7.íþrótta-og tómstundastyrkur haustönn 2021

Málsnúmer 202109074Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 08.09.2021, þar sem kynnt er nýtt stafrænt fyrirkomulag íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir tekjulág heimili en um er að ræða tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Hjálagt eru nánari leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin. Upphæðin fyrir haustönnina er allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn fætt á árunum 2006-2015. Tekjuviðmið hækkar í 787.200 kr. Umsóknarfrestur er til áramóta.
Ferlið verður breytt frá síðustu úthlutunum en þegar forsjáraðili skráir barn sitt á námskeið í Nóra/Sportabler kerfinu geta foreldrar bæði nýtt hvataupphæð sveitarfélags og ríkisins. Hvatakerfið heldur alfarið utan um greiðslur milli ráðuneytis, sveitarfélags og þjónustuveitanda. Í Dalvíkurbyggð hefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi haldið utan um hvatagreiðslur og munu starfsmenn félagsþjónustu vera í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Þjónusta á Urðarbrunni

Málsnúmer 202109075Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Urðarbrunni - Heimili sem styður viðkvæmar fjölskyldur í barneignarferlinu. Urðarbrunnur er sólarhringsvaktar úrræði fyrir konur/pör í félagslegum vanda sem eiga von á barni eða eru með nýbura. Boðið er upp á sólarhringsvistun og meðferð til lengri eða skemmri tíma eftir því sem þurfa þykir. Einnig verður boðið upp á vistun barna í félagslegum vanda í þeim tilfellum þegar verkkaupi óskar eftir að svo sé. Urðarbrunnur hefur fengið tilskilin leyfi til að veita slíka þjónustu. Foreldrum verður veittur stuðningur og þjálfun með því markmiði að með tímanum eigi foreldrar að geta mætt barninu með ákveðnum ramma og festu og vera betur í stakk búnir til að tryggja öryggi og vellíðan barna sinna.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsstaða félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi