Byggðaráð

976. fundur 18. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:49 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll sem og varamaður hans Þórunn Andrésdóttir.
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórhalla Karlsdóttir, sat fundinn í hans stað.
Þar sem bæði formaður og varaformaður voru fjarverandi völdu Guðmundur og Þórhalla að Guðmundur stjórni fundinum.

1.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Hitaveita Dalvíkur 2021, aukin vatnsnotkun.

Málsnúmer 202102115Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra, dagsett þann 16. febrúar 2021, þar sem farið er yfir áætlanir um viðhald og endurnýjun á dælum Hitaveitu Dalvíkur og reynslutölur varðandi vatnsnotkun.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð varðandi ofangreint.

2.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. kynnti sveitarstjóri drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að. Byggðaráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Frá Bæjartúni íbúðafélagi hses; Bygging leiguíbúða og stofnframlag

Málsnúmer 202102112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses., samanber rafpóstur sveitarstjóra þann 28. janúar sl., þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð taki til skoðunar að sótt verði með þeim um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Einnig tekinn fyrir rafpóstur frá Bæjartúni íbúðafélagi hses. dagsettur þann 10. febrúar 2021, þar sem fylgt er eftir ofangreindu erindi.

Frestur til að skila inn umsóknum til HMS um stofnframlag er til og með 22. febrúar nk.
https://www.hms.is/husnaedismal/stofnframlog/umsokn-um-stofnframlog

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá er gert ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. Sjá heimasíðu Dalvíkurbyggðar
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

4.Mánaðarlega skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2021 vegna janúar 2021. Einnig laun og stöðugildi fyrir janúar 2021 í samanburði við áætlun.

b) Sviðsstjóri kynnti niðurstöður álagningar fasteignaskatts og þjónustugjalda fasteigna 2021 í samanburði við áætlun.

c) Sviðsstjóri kynnti tölfræði í tengslum við afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Samtala afslátts er kr. 4.948.256.

Lagt fram til kynningar.

5.Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kl. 14:00.

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra falið að vinna áfram að drögum að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla.

a) Deildarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi og uppfærðum samningsdrögum.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum sem horfa þarf til vegna leigu sveitarfélagsins á Sundskála Svarfdæla. Horfa þarf til reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning með fyrirvara um frekari umsagnir bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs annars vegar og hins vegar sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs hvað varðar afnot af heitu vatni.
Byggðaráð vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Frá Jóhannesi Jón Þórarinssyni; Athugasemdir vegna breytinga á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 202101070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2021, þar sem Jóhannes Jón óskar eftir, af gefnu tilefni, um að fyrri ákvarðanir
umhverfisráðs varðandi 100% skerðingu á snjómokstursþjónustu að Hnjúki í Skíðadal verði frestað til vors.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rökstuðningur umhverfisráðs frá fundi ráðsins þann 5. febrúar sl.:
"Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum. Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er."

Steinþór vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðun viðmiðunarreglna snjómoksturs taki gildi 15. febrúar sl. standi og hafnar því ósk bréfritara um frestun.
Hvað varðar ósk um að snjómokstursþjónusta verði tekin til formlegrar skoðunar í júní þá vísar byggðaráð þeim hluta erindisins til umhverfisráðs til skoðunar.

Fundi slitið - kl. 14:49.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs