Reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og framleifa frá skipum í höfnum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201712027

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Með bréfi frá Umhverfisstofnun sem dagsett er 1. desmenber 2017 ( móttökustimpill 5. desember) fer stofnunin fram á að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar geri úrbætur vegna frávika sem fram koma í meðfylgjandi eftirlitsskýrslu eða sendi inn tímasetta áætlun um úrbætur, eigi síðar en 12. desember 2017. Í lok bréfsins er samantekt þar sem um er að ræða annars vegar frávik:

1. „Gjaldskrá hafnar er ekki í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 120/2014. Nauðsynlegt er að uppfæra gjaldskrá í samræmi við fyrrnefnd lög og reglugerðir. Ekki er hvati í gjaldskrá til að setja úrgang í land.

2. Tegund úrgangs er ekki skráð í samræmi við viðauka í reglugerð nr. 1200/2014. Ekki er haldið utan um magn úrgangsolíu.

3. Ekki er búið að setja áætlun á heimasíðu hafnar né gera ráðstafanir til þess að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnarinnar sé aðgengilegt notendum hafnarinnar.“

Og hins vegar er tillaga til úrbóta:

1. „Nauðsynlegt er að breyta gjaldskrá hafnar í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014. Þannig að hvati sé til skipa að nota móttökuaðstöðu hafnar.

2. Koma verður upp verklagi sem veitir upplýsingar um magn og tegund úrgangs sem kemur í land frá skipum og bátum(notendum hafnar) . Lámarkskrafa er að flokka í almennan úrgang, spilliefni og óvirkan úrgang frá skipum.

3. Nauðsynlegt er að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnar sé aðgengileg fyrir notendur hafnarinnar t.d. með því að setja áætlun á heimasíðu hafnar.“

Á fundinum kynntu ráðsmenn sér gjaldskrá Hafnasamlag Norðurlands hvað varðar úrgangs- og förgunargjöld.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að breytingum gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar þannig að hún uppfylli þær kröfur sem fram koma í bréfi Umhverfisstofnunar og taki mið af þeim umræðum sem áttu sér stað á fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 74. fundur - 11.05.2018

Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 20. apríl 2018, kemur fram að Umhverfisstofnun hefur farið yfir áætlun hafna í Dalvíkurbyggð um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa og staðfest sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Bent er á að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar, sbr. 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014.
Lagt fram til kynningar,