Byggðaráð

761. fundur 10. desember 2015 kl. 13:00 - 15:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Upplýsingamiðstöð - varðar ákvörðun atvinnumála- og kynningaráðs.

Málsnúmer 201512019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:10 Laufey Eiríksdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðasskjalasafns, Freyr Antonsson, formaður Ferðatrölla og formaður atvinnumála- og kynningaráðs, og Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.



Á 14. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 2. desember s.l. var eftirfarandi bókað:





"4.
201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag


Jón S. Sæmundsson kom inn á fundinn kl. 13:50.



Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og meðal annars var upplýsingafulltrúa falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila vegna málsins.



Fundur hefur verið haldinn hjá Ferðatröllum og upplýsti formaður ráðsins um umræður á þeim fundi vegna upplýsingamiðstöðvar.



Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2019 er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar 2016 frá því sem var á árinu 2015, nema að annað sé ákveðið.

a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.



b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.



c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, dagsett þann 7. desember 2015, þar sem vísað er til ofangreindar bókunar atvinnumála- og kynningaráðs og gerðar athugasemdir við þessa niðurstöðu.





Til umræðu ofangreint.



Laufey og Freyr viku af fundi kl. 14:00

Margrét vék af fundi kl. 14:00
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar; Breytingatillaga á úthlutunarreglum úr Heilsusjóði.

Málsnúmer 201512012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 25. nóvember 2015, þar sem lagðar eru til nokkrar breytingar á úthlutunarreglum úr Heilsusjóði Dalvíkurbyggðar, en leitað var eftir endurskoðun á reglunum frá félaginu.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á reglunum eins og þær liggja fyrir.

3.Frá 272. fundi umhverfisráðs; Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095Vakta málsnúmer

Á 272. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2015, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs verði falið að senda bréf á þá aðila sem standa að rekstri sem fallið gæti í C- flokk álagningu fasteignagjalda."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs.

4.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Beiðni um viðauka vegna snjómoksturs 2015

Málsnúmer 201505077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir.



Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs.

5.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Beiðni um viðauka - lækkun - Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201506130Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka vegna framkvæmda við viðbyggingu Krílakots, þ.e. lækkun.



Gert var ráð fyrir á árinu 2015 kr. 88.200.000 en samkvæmt verkstöðu í dag og áætluðum kostnaði verktaka fyrir desember er gert ráð fyrir að staða kostnaðar verði kr. 44.000.000 um áramót. Ástæða þessarar breytingar er að staða verksins er ekki samkvæmt upphaflegri verkáætlun. Því er óskað eftir kr. 44.200.000 lækkun á lið 32-200-11601.
Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, þ.e. lækkun á framkvæmdaáætlun að upphæð kr. 44.200.000 á lið 32-200-11601, vísað á hækkun á handbæru fé.



Ljóst er að ofangreindar breytingar hafa áhrif á fjárhagsáætlun 2016.

6.Fjárhagsáætlun 2015; heildarviðauki III

Málsnúmer 201512020Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir heildaryfirlit yfir þá einstöku viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hefur samþykkt á árinu sem og heildarviðauka I, heildarviðauka II, og þá einstöku viðauka, eftir að heildarviðauki II var afgreiddur í sveitarstjórn, sem samþykktir hafa verið sem mynda heildarviðauka III.



a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á hækkun launa vegna nýs kjarasamnings við KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands vegna beiðna um viðauka:



Deild 04010, Skólaskrifstofa, lækkun um kr. -84.184 þar sem áætlað launaskrið vegur upp á móti hækkuninni.

Deild 04210, Dalvíkurskóli, hækkun um kr.1.630.723.

Deild 04240, Árskógarskóli, hækkun um kr. 302.070.



b) Á 737. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2015 var samþykktur viðauki að upphæð kr. 7.500.000 vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og sá viðauki settur á fjárfestingu, málsnúmer 201504148. Lagt er til að þetta verði fært á rekstur þar sem um viðhald er að ræða en ekki fjárfestingu.



c) Í fjárhagsáætlunarlíkani og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2015 sem samþykktur var í sveitarstjórn þann 27. október 2015 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2%. Samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2015 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 1,7%. Verðbólga í nóvember 2015 er nú 2,0%.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við deild 04010 til lækkunar að upphæð kr. 84.000, við deild 04210 að upphæð kr. 1.631.000, við deild 04240 að upphæð kr. 302.000, þessum viðaukum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingu á viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn þannig að viðaukinn verður færður af lið 42200-11551 og yfir á lið 41210-4610, kr. 7.500.000.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísitala ársins 2015 í heildarviðauka III verði 2,0 %.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2015 til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið áður og á fundinum skv. a) - c) lið hér að ofan og skv. málum 201505077 og 201506130 hér að ofan.



7.Frá Lundi; Vinabæjarmót 2016

Málsnúmer 201504065Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016.

Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta.

Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.



Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:54.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs