Veitu- og hafnaráð

12. fundur 14. apríl 2014 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Fundarmenn kynntu sér fundargerð 364. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 28. mars 2014.
Lögð fram til kynningar.

2.Flotbryggja, tilboð apríl 2014

Málsnúmer 201404068Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu tilboð frá Króla ehf. í flotbryggju. Annars vegar var 20m langa bryggju 2,4m á breidd en hins vegar 20m og 3,0m breiða.
Ráðið samþykkir að taka tilboði Króla ehf. 20m langa og 3,0 breiða bryggju. Samkvæmt tilboðinu 5.500.000,-.

3.Framkvæmdir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201404069Vakta málsnúmer

Rætt var um framkvæmdir sumarsins.
Björgvin vék af fundi við afgreiðslu og umræður á þessum lið.
Sviðsstjóra falið að kanna kostnað við gerð göngustígs frá "krika" að ferjubryggju og kynna á næsta fundi ráðsins.

4.Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Úlfar Eysteinsson óskaði eftir því að kynnt yrði á fundi veitu- og hafnaráðs þær hugmyndir sem fram koma í framlögðum kynningarbæklingi.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðstaða í Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 201304096Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Frey Antonssyni f.h. Bátaferða ehf. vegna óska um bætta aðstöðu fyrirtækisins í Dalvíkurhöfn.
Gunnþór vék af fundi.
Erindinu er vísað til gerðar deiliskipulags Dalvíkurhafnar sem er í vinnslu.

6.Vatnssýni 2014

Málsnúmer 201403041Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar niðurstöður sýna sem teknar voru af neysluvatni frá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Um var að ræða annars vegar efnagreiningu samkvæmt heildarúttekt reglugerðar nr. 536/2001 og stóðst það gæðakröfur samkvæmt reglugerðinni og hins vegar þrjú vatnssýni sen tekin voru í dreifbýli, á Dalvík og á Árskógssandi og reyndust þau öll vera í lagi.
Lögð fram til kynningar.

7.Efnasýnataka í mars, frumniðurstöður

Málsnúmer 201404066Vakta málsnúmer

Árlega tekur Ísor sýni hjá Hitaveitu Dalvíkur sem er hluti af vinnslueftirliti veitunnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um skoðun á nýjum rennslismæli hitaveitu.

Málsnúmer 201403223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Sveini Ríkharðssyni vegna orkumæla. Umrætt mál er í skoðun hjá Neytendastofu.
Sviðsstjóra er falið að svara erindinu þegar álit Neytendastofu liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs