Veitu- og hafnaráð

21. fundur 03. desember 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Á fundinn mætti undir 1. lið var mættur Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur. Árni Sveinn mætti kl. 8:15 og yfirgaf fund kl.9:05.

1.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 201411141Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var mættur til fundarins Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur, starfsmaður Eflu, verkfræðistofu. Árni Sveinn kynnti útreikninga á samanburði á orkuverði og rúmmetraverði heita vatnsins í Dalvíkurbyggð. Fram kom að miðað við að halda heildartekjum hitaveitunnar sambærilegum er útreiknað orkuverð 2,30kr/kwst miðað við að viðmiðunarhitastig orkumælis sé 25°C.
Á fundinum var tekin fyrir gjaldskrá hitaveitunnar sem gildi tekur 1. janúar 2015. Þær breytingar eru helstar að hún hefur tekið breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014. Breytingin er 1,85%. Einnig er kominn nýr gjaldaliður þar sem viðskiptavinir greiða fyrir orkunotkun kr/kwst. í stað m3. Einnig verður fjölgað gjaldflokkum mælaleigu þar sem gjaldið miðast við stærð mæla og kostnað við hvern stærðarflokk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og sendir hana til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2014

Málsnúmer 201411142Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2014. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 237,59 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 3.376.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðan útreikning.

3.Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Þessu erindi var frestað á 20. fundi ráðsins.
Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla. Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs."
Veitu- og hafnaráð hafnar erindinu og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu.
Kristján Hjartarson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

4.Atkvæðagreiðsla um merki fyrir hafnasambandið

Málsnúmer 201411020Vakta málsnúmer

Erindi lá fyrir fundinum frá Hafnasambandi Íslands um að greidd yrðu atkvæði um tvær tillögur að merki félagsins.
Veitu- og hafnaráð mælir með því að tillaga 1 verði merki félagsins.

5.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur á Akureyri

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Með vísan til 20. fundar ráðsins, en á þeim fundi voru kynntar þær viðræður sem áttu sér stað sl. vor. Nú er málið tekið upp aftur hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að boða til sérstaks fundar um þetta mál fljótlega eftir áramót.

6.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201411143Vakta málsnúmer

Fyrir var tekin gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015. Helstu breytingar á henni eru þær að tekið hefur verið tillit til launabreytinga og breytinga á byggingarvísitölu frá september 2013 til september 2014, sem er 1,85%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða

Málsnúmer 201411144Vakta málsnúmer

Fyrir var tekið gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða. Lagt er til að framgreind gjaldskrá taki breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014 eða um 1,85%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og reglur um útleigu sem henni fylgja og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs