Veitu- og hafnaráð

45. fundur 09. mars 2016 kl. 07:30 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi mætti til fundar kl. 8:00 og yfirgaf fund kl. 9:10

1.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Á 27. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 25. mars. 2015, voru þeir Pétur Sigurðsson, formaður, og Óskar Óskarsson, varaformaður, tilnefndir í vinnuhóp til að taka saman gögn sem gæfi stjórnum félaganna glögga mynd að hugsanlegri samvinnu eða sameiningu HN og HD.

Nú liggur fyrir fundi ráðsins minnisblað og ýmis önnur gögn sem hafa verið unnin í tengslum við þessar viðræður um samstarf eða sameiningu hafnasjóðanna.

Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi. Hann fór yfir ýmis gögn og sýndi þær breytingar sem fyrirséðar framkvæmdir hafa á rekstur hafnasjóðs og sveitarsjóðs.

Veitu- og hafnarráð frestar afgreiðslu málsins.

2.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 382. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24. febrúar s.l.Lögð fram til kynningar.

3.Vinnslusvæði, eftirlit með efnainnihaldi 2014 og 2015.

Málsnúmer 201602111Vakta málsnúmer

Á hverju ári koma fulltrúar frá Ísor og taka sýni til að kanna efnainnihald heita vatnsins að Hamri og Brimnesborgum. Niðurstöður eru síðan kynntar í skýrslu og liggur ein slík fyrir fundinum. Til frekari upplýsingar þá er vísað í umrædda skýrslu.
Lögð fram til kynningar.

4.Afnot jarðhita í Reykjahverfi, matsgerð

Málsnúmer 201603018Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur hefur í nokkur ár staðið í mikilvægri baráttu sem lýtur að því að ná fram leiðréttingu á afnotagjaldi. Ágreiningurinn hefur ratað til dómstóla þar sem OH hefur verið stefnt. Liður í vinnu OH við þetta mál var öflun matsgerðar dómkvaddra manna en niðurstaða þeirra var afhent nú í sumar.

OH fer þess nú á leit við aðrar hitaveitur að þau kaupi eintak af matsgerð þessari. Með því geta aðrar veitur notið góðs af þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeirri úrvinnslu upplýsinga sem þar er gerð yfir verð afnotaréttar af heitu vatni á Íslandi. Þá nýtast upplýsingar þessar sérstaklega vel þegar hitaveitur koma til með að standa í samningagerð eða breytingum á samningum vegna afnotaréttar af heitu vatni. Með kaupum á eintaki af matsgerðinni styðja veiturnar OH í kostnaðarsamri baráttu sem hefur samt almenna og mikilvæga skýrskotun til allra hitaveitna. Við viljum þó mælast til þess að matsgerð þessi sé einungis nýtt af veitunum sjálfum og fari ekki í dreifingu út fyrir hitaveitur.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að kanna málið frekar.

5.Reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Fyrir hefur legið að endurskoða þurfi reglugeð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, sú vinna hefur verið í gangi nú um tíma. Um er að ræða að mestu orðalagsbreytingar.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.

6.Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410236Vakta málsnúmer

Fyrir hefur legið að endurskoða þurfi reglugeð um Hitaveitu Dalvíkurbyggðar, sú vinna hefur verið í gangi nú um tíma. Um er að ræða að mestu orðalagsbreytingar.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs