Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer
Á 27. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 25. mars. 2015, voru þeir Pétur Sigurðsson, formaður, og Óskar Óskarsson, varaformaður, tilnefndir í vinnuhóp til að taka saman gögn sem gæfi stjórnum félaganna glögga mynd að hugsanlegri samvinnu eða sameiningu HN og HD.
Nú liggur fyrir fundi ráðsins minnisblað og ýmis önnur gögn sem hafa verið unnin í tengslum við þessar viðræður um samstarf eða sameiningu hafnasjóðanna.
Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi. Hann fór yfir ýmis gögn og sýndi þær breytingar sem fyrirséðar framkvæmdir hafa á rekstur hafnasjóðs og sveitarsjóðs.