Leiga á beiti og slægjulöndum

Málsnúmer 201311057

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 84. fundur - 05.11.2013

Til umræðu tilhögun við leigu á beiti og slægjulöndum í eigu sveitarfélagsins.
Landbúnaðarráð leggur til að gerð verði skrá yfir beiti og slægjulönd í eigu sveitarfélagsins.Í framhaldi af því verði gildandi samningar yfirfarnir og gerðir skriflegir samningar um öll beiti og slægjulönd sem eru til útleigu.Landbúnaðarráð leggur áherslu á að þessu verkefni verði lokið eigi síðar en 1. mars. 

Landbúnaðarráð - 85. fundur - 03.12.2013

Til umræðu drög að leigusamningi vegna leigu á beitilöndum.
Landbúnaðarráð hefur farið yfir stöðu mála og áframhaldandi vinna verður yfirfarin á fundi ráðsins í janúar.

Landbúnaðarráð - 86. fundur - 11.02.2014

Til kynningar drög af samningum fyrir beiti og slægjulönd Dalvíkurbyggðar.
Farið var yfir umsóknir um beitar og slægjulönd. Ráðið vill ítreka að svo hægt sé að leigja beitarland þarf að liggja fyrir endurnýjað búfjárleyfi og gild ábyrðartrygging. Afgreiðslu umsókna frestað til næsta fundar.

Landbúnaðarráð - 91. fundur - 04.09.2014

Til umræðu nýgerðir samningar um beiti, slægjulönd og efndir þeirra að hálfu leigutaka.
Ráðið felur sviðsstjóra að ítreka við leigutaka að hvers konar framleiga á leigulandi er óheimil samkvæmt leigusamningum.

Landbúnaðarráð - 113. fundur - 14.09.2017

Til umræðu álit lögfræðings vegna gildandi leigusamninga.
Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við samningsaðila samkvæmt umræðum á fundinum.

Landbúnaðarráð - 115. fundur - 21.12.2017

Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð.
Ráðið felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurnýjun leigusamninga samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 116. fundur - 15.03.2018

Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð.
Ráðið leggur áherslu á að gengið verði frá nýjum samningum um þau leigulönd sem eftir er að ganga formlega frá.

Samþykkt samhljóða.