Landbúnaðarráð

115. fundur 21. desember 2017 kl. 11:00 - 12:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson boðaði forföll en engin varamaður kom í hans stað.

1.Fundargerðir Fjallskiladeilda 2017

Málsnúmer 201710042Vakta málsnúmer

Til kynningar fundagerðir fjallskiladeilda Svarfaðardals og Árskógsdeildar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar nr. 2/2017

Málsnúmer 201710061Vakta málsnúmer

Til kynningar svar MAST vegna erindis frá fjallskilastjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201711084Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24.nóvember 2017 óskar Elín María Jónsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir átta hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið gerir ekki athugasemndir við umbeðið búfjárleyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá leyfinu.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

4.Leiga á beiti og slægjulöndum

Málsnúmer 201311057Vakta málsnúmer

Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð.
Ráðið felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurnýjun leigusamninga samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

5.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201711103Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 23. nóvember 2017 óskar Felix Rafn Felixsson eftir 15-20 Ha beitilandi til leigu.
Frestað til næsta fundar.

6.Sauðfjárveikivarnir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201712096Vakta málsnúmer

Til umræðu sauðfjárveikivarnir í Dalvíkurbyggð.
Ráðið lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra frétta um riðusýkingu í sauðfé sem greindist nýverið í Svarfaðadal.

7.Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139Vakta málsnúmer

Til kynningar yfirlýsing vegna endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd ofl.
Ráðið samþykkir framlagða yfirlýsingu og felur sviðsstjóra í framhaldi af samkomulagi við landeiganda að ganga frá undirritun yfirlýsingar við alla þá landeigendur sem eru aðilar að fjallgirðingarsjóðnum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

8.Staða sauðfjárbænda

Málsnúmer 201712097Vakta málsnúmer

Til umræðu staða sauðfjárbænda í Dalvíkurbyggð
Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir, að hafa þurft að taka á móti allt að 45 % skerðingu afurðaverðs á síðastliðnum tveimur árum og nú þegar eru margir bændur farnir að finna fyrir mjög hörðum innheimtuaðgerðum þar sem þeir hafa ekki getað staðið við áður gerða samninga sem tóku mið af væntanlegum afurðaverðsgreiðslum vill landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar koma eftirfarandi á framfæri.

Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að skora á nýskipaðan landbúnaðarráðherra að beita sér af hörku fyrir því að lausn finnist á málefnum sauðfjárbænda þar sem málið þolir enga bið lengur.

Afrit sent formönnum stjórnarflokka ríkisstjórnar Íslands.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs