Íþrótta- og æskulýðsráð

37. fundur 21. júní 2012 kl. 08:00 - 10:00 fundaherbergi á 2. hæð í Menningarhúsinu Bergi
Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson 1. varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp sviðsstjóri og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Samningur um rekstrarstyrk

Málsnúmer 201206007Vakta málsnúmer

Erindi lá fyrir fundinn vegna óskar UMSE um rekstrarstyrk til 3 ára. Framkvæmdastjóri UMSE Þorsteinn Marinósson mætti á fundinn og kynnti helstu ástæður þess að gerður verði samningur milli Dalvíkurbyggðar og UMSE til 3 ára. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála óskaði eftir skýringum á því hverjar skyldur UMSE eru gagnvart sveitarfélaginu. Þorsteinn svaraði því til að skyldur væru engar samkvæmt lögum. Sviðsstjóri óskaði eftir meira frumkvæði UMSE þegar kemur að fræðslu fyrir íþrótthreyfinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gera samning um rekstrarstyrk til 2 ára. Á samningstímanum er mikilvægt að stjórn UMSE fjalli um stöðu og hlutverk héraðssambandsins útfrá t.d. stærð þjónustusvæðis, starfshlutfall og hlutverk framkvæmdastjóra. Skoðaðir verði kostir á fækkun héraðssambanda til auka vægi og styrkja starfsemina. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Umsókn um Landsmót UMFÍ 50

Málsnúmer 201205089Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri UMSE Þorsteinn Marinósson mætti á fundinn og kynnti erindi vegna umsóknar á framkvæmd Landsmóts 50+ fyrir árin 2013 eða 2014. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs óskaði eftir skýringum á kostnaði vegna framkvæmdar mótsins. Þorsteinn tók það fram að kostnaður væri óverulegur helst þyrfti að bæta sandi í sandgryfjur, reita arfa og gera svæðið snyrtilegt. Tjaldsvæði Dalvíkur þarf að vera landsmótsgestum til afnota að kostnaðarlausu. Þorsteinn vék af fundi og voru bæði málefni UMSE tekin til efnislegrar umfjöllunar. Íþrótta og æskulýðsráð samþykkir að sækja um Landsmót 50+ fyrir 2013 eða 2014.

3.Bráðabirgðaendurbætur á æfingasvæði á Dalvíkurvelli

Málsnúmer 201206003Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti erindisbréf til bæjarráðs vegna endurbóta á æfingarsvæði Dalvíkurvallar. Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið til umfjöllunar.

4.Ársskýrsla og ársreikningar Skíðafélags Dalvíkur 2011

Málsnúmer 201205101Vakta málsnúmer

Á fundinum voru lögð fram ársskýrsla, ársreikningur og erindisbréf vegna fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur.Íþrótta- og æskulýðsráð tók upp umræðu um ársskýrslu og ársreikning og fjárhagslega stöðu Skíðafélags Dalvíkur. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir erindi félagsins til bæjarráðs vegna fjárhagsstöðu. Íþrótta- og æskulýðsráð finnst miður að heyra af slæmri fjárhagslegri stöðu Skíðafélags Dalvíkur en lýsir yfir ánægju með feril málsins í bæjarráði.

5.Samningar við íþróttafélög 2013-2017

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Framundan eru samningaviðræður við íþróttafélög sveitarfélags Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar helstu áherslur í samningaviðræðum. Eftirfarandi 3 fulltrúar munu leiða samningaviðræður fyrir sveitarfélagið íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður og varaformaður íþrótta- og æskulýðsráð.

6.Íþróttanefnd ríkisins í heimsókn

Málsnúmer 1206041Vakta málsnúmer

Kynning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á heimsókn Íþróttanefndar ríkisins frestað.

7.17. júní 2012

Málsnúmer 1206042Vakta málsnúmer

Kynning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og umræður um framkvæmd 17. júní frestað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson 1. varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp sviðsstjóri og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi