Íþrótta- og æskulýðsráð

39. fundur 11. október 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson Varamaður
 • Árni Jónsson Starfsmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gervigrasvöll á Dalvík sumarið 2013

Málsnúmer 201209030Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór á fund bæjarráðs þar sem fulltrúar þrýstihóps um uppbyggingu gervigrasvallar voru viðstaddir.

2.Lokun sundskálans

Málsnúmer 1108055Vakta málsnúmer

Upplýst var um stöðu mála en Dalvíkurbyggð sótti um undanþágu frá reglum um laugarvörslu sbr. 2 mgr 11. gr. í reglugerð um Hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Umhverfisráðuneytið hafnaði ósk sveitarfélagsins um undanþágu. Næstu skref eru þau að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kalli saman starfshóp sem fjalli um framtíð Sundskála Svarfdæla. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að fá tillögur starfshópsins til umsagnar um leið og þær liggja fyrir.

3.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Drög að samningum til 3 ára við UMF Svarfdæla, UMF Reyni, Sundfélagið Rán, Gofklúbbinn Hamar, UMF Þorsteinn Svörfuður, blakfélagið Rima og hestamannafélagið Hring voru til umræðu. Nýjar áherslur sveitarfélagsins í samningunum eru að félögin séu tilbúin að vinna að sameiginlegri stefnu í búningamálum til hagræðingar fyrir barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Jafnframt munu félögin í samstarfi við sveitarfélagið taka þátt í að innleiða sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og tómstundir  barna og unglinga, verði ákvörðun um innleiðingu tekin. Einnig er mælst til þess að á samningstímanum vinni  félögin sér siðareglur og er bent á að félögin geti unnið þær saman. Íþrótta- og æskulýðsráð líst vel á drögin og óskar umsagnar félaganna fyrir næsta fund ráðsins.

4.Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs

Málsnúmer 201201052Vakta málsnúmer

Reglur um afreks- og styrktarsjóð og kosningu til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar voru til umfjöllunar. Auglýsingar vegna umsókna í afreks- og styrktarsjóð munu birtast fyrir 15. nóvember. Afhending úr afreks- og styrktarsjóði mun fara fram við sama tilefni og tilkynnt verður hver er íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012.Helstu breytingar á reglugerð um kosningu íþróttamanns Dalvíkurbyggðar eru þær að þeir sem hafa kosningarétt greiða atkvæði til þriggja tilnefndra íþróttamanna en ekki allra eins og áður hefur verið. Íþrótta- og æskulýðsráðs felur íþrótta- og æksulýðsfulltrúa, Friðjóni og Kristni að móta tillögu út frá umræðum.

5.Fjárhagur Skíðafélagsins

Málsnúmer 201205001Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram upplýsingar frá framkvæmdastjóra skíðasvæðis í Böggvistaðafjalli og Skíðafélags Dalvíkur. Farið var yfir fjárhagsstöðu Skíðafélagsins og hvernig stefnt er að því að vinna í endurskipulagningu á fjárhag félagsins. Til umfjöllunar var samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samstarfssamninginn með lítilsháttar breytingum og vísar honum til umsagnar stjórnar Skíðafélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson Varamaður
 • Árni Jónsson Starfsmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi