Íþrótta- og æskulýðsráð

41. fundur 03. desember 2012 kl. 14:00 - 16:30 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Snæþór Arnþórsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012

Málsnúmer 201211055Vakta málsnúmer

Fulltrúar deilda og stjórna mættu á fundinn til að kjósa um Íþróttamann Dalvíkurbyggðar 2012. Mættir voru Björn Friðþjófsson Dalvík/Reyni, Birkir Bragason Skíðafélag Dalvíkur, Guðrún Erna Rúdolfsdóttir Hestamannafélagið Hringur, Marinó Þorsteinsson Umf Reynir, Gísli Bjarnason Golfklúbburinn Hamar, Oddný Sæmundsdóttir Sundfélagið Rán og Inga María Ingvadóttir frjálsar Umf Svarfdæla. Eftirfarandi einstaklingar eru tilnefndir: Bessi Víðisson, Dalvík/Reynir knattspyrna.Agnar Snorri Stefánsson, Hestamannafélagið Hringur.Tinna Karen Arnardóttir, Sundfélagið Rán.Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Umf Svarfdæla frjálsar.Ólöf Rún Júlíusdóttir, Umf Reynir frjálsar.Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Golfklúbburinn Hamar.Jakob Helgi Bjarnason, Skíðafélag Dalvíkur.Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Óðinn sund.  Kjöri á íþróttamanni Dalvíkbyggðar verður lýst í Bergi þann 3. janúar 2013, klukkan 17:00   

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2012

Málsnúmer 201202012Vakta málsnúmer

Umsóknir einstaklinga í afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar eru fimm á árinu 2012. Íþrótta- og æskulýðsráð tók eftirfarandi umsóknir til afgreiðslu: a) Umsókn frá  Unnari Má Sveinbjarnarsyni, skíði Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Unnar um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80 b) Umsókn frá Þórdísi Rögnvaldsdóttur, golf Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Þórdísi um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80  c) Umsókn frá  Sigurðar Ingva  Rögnvaldssyni, golf Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Sigurð um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80 d) Umsókn frá Ólöfu Maríu Einarsdóttur, skíði Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði afreks- og styrktarsjóðs. e) Umsókn frá Þorsteini Kristni Stefánssyni, Boccia Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki kröfur afreks-og styrktarsjóðs. f) Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar frekar viðurkenningar sem það hyggst veita á fundinum þegar lýsing á íþróttamanni ársins fer fram. Friðjón vék að fundi undir hluta af umræðunni.  Íþrótta- og æskulýðsráð ákveður nokkra viðurkenningarstyrki en ekki verður upplýst um þá fyrr en á fundinum.  

3.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Samningur við Skíðafélag Dalvíkur var kynntur af fulltrúum í samninganefnd. Athugasemdir hafa borist frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur varðandi samninginn og voru  breytingar gerðar á samningnum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Íþrótta- og æskulýðsráð vekur athygli bæjarstjórnar á að inni í samningnum eru 2.000.000 á ári í viðhald en það rúmast ekki innan ramma málaflokksins.  Friðjón Sigurvinsson vék af fundi 16:35

4.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund.  Íþrótta- og æksulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan  eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina.

5.Til sveitarstjórna vegna áfengisauglýsinga á íþróttasvæðum

Málsnúmer 201210082Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að senda þetta áfram til íþróttafélaganna til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Snæþór Arnþórsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi