Landbúnaðarráð

80. fundur 24. apríl 2013 kl. 13:00 - 15:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Refa- og minkaeyðing 2013

Málsnúmer 201304088Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins voru mættir þeir aðilar sem séð hafa um eyðingu á ref og mink í Dalvíkurbyggð.

Fram kom að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skipaði þann 25. janúar 2013 Starfshóp um fyrirkomulag refa- og minkaveiða

Starfshópurinn hefur það hlutverk að fara yfir núverandi fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða þ.m.t. verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að auka skilvirkni verkefnisins og leggja fram tillögur um breytingar eftir því sem starfshópurinn telur tilefni til. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum eigi síðar en 1. október 2013.
Einnig var kynnt samræmd gjaldskrá um minkaveiði fyir yfirstandandi veiðiár sem ráðuneytið hefur ákveðið.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldið sem greitt er fyrir hvern feldan yrðling sé það sama og fyrir fullorðin ref eða kr. 9.000,-. Þegar ríkið hefur gengið frá því hvert framlag þess verður fyrir yfristandandi veiðiár verður gjaldskráin endurskoðuð.

2.Samþykkt um búfjárhald 2013

Málsnúmer 201304086Vakta málsnúmer

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við fyrirliggjandi samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.
Landbúnaðarráð þakkar ábendingarnar og leggur til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum og send til ráðuneytisins til staðfestingar.

3.Fjallskil og göngur 2013

Málsnúmer 201304087Vakta málsnúmer

Á fundi landbúnaðarráðs í maí 2011 var ákveðið að framvegis er stefnt að því að 1. göngur verði í öllum fjallskiladeildum Dalvíkurbyggðar um aðra helgi í september ár hvert þó aldrei síðar en í 21. viku sumars og að hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 1. helgina í október.

Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 6. til 8. september og seinni göngur í Árskógsdeild viku síðar eða um helgina 13. til 15. september og í Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild um helgina 20. til 22. september.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 4. og 5. október.

Zophonías Jónmundsson, bóndi að Hrafnsstöðum, óskar eftir leyfi landbúnaðarráðs að ganga fyrstu göngur 31. ágúst.

Landbúnaðarráð samþykkir framangreinda beiðni.

Ef einhver hefur athugasemdir við þessar tillögur þá er viðkomandi bent á að koma þeim til byggingarfulltrúa eða formanns landbúnaðarráðs fyrir 15. maí n.k..

4.Umsókn um búfjárleyfi, Jóhannes Kr. Björnsson

Málsnúmer 201304036Vakta málsnúmer

Jóhannes Kr. Björnsson sækir um leyfi til að halda 8 hross að Ytra-Holti, samkvæmt umsókn sem dagsett er 11. apríl 2013.
Landbúnaðarráð samþykkir erindið.

5.Tungurétt, endurbygging.

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Formaður gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við endurgerð Tunguréttar.
Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir og tafir á þeim vegna veðurfarsins sem hefur verið sl. haust og vetur. Einnig verður mikið álag á bændur og búarliði í sumar sem ætluðu að leggja fram vinnu vegna framkvæmdarinnar.
Landbúnaðarráð leggur til að framkvæmdum sumarsins verði frestað og málið tekið upp eftir réttir í haust.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs