Fræðsluráð

166. fundur 12. september 2012 kl. 08:00 - 11:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi
Dagskrá
Fundinn sátu samkvæmt málefnum:

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Kátakots, Valgerður María Jóhannesdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla, Gunnþór Gunnþórsson skólasjóri Árskógarskóla, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots, og Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla.

Bergþór

1.Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013

Málsnúmer 201207027Vakta málsnúmer

Í upphafi bauð formaður Ármann Einarsson nýráðinn skólastjóra velkominn.  Málefni dalvískra nemenda sem stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kynnti og hóf umræðu um þennan lið. Sviðsstjóri fór yfir söguna og Ármann fór í framhaldinu yfir hvernig málin voru leyst á þessu skólaári, en ekki er fjármagn til að leysa málefni nemenda sem eru í tónlistarnámi utan svæðis á fjárhagsáætlun.  Ármanni er falið að vinna drög að reglum um tónlistarsnám utan sveitarfélags í samvinnu við sviðstjóra.

2.Uppbyggingarstefnan

Málsnúmer 201208014Vakta málsnúmer

Hólmfríður sagði frá námskeiðum um Uppbyggingarstefnuna sem haldin voru 13.-15. ágúst sl. í Bergi. Námskeiðin voru tvö, Uppbygging l sem Símey sá um og var fyrir leikskólakennara og kennara á yngra stigi grunnskóla og Uppbyggingu ll sem Fræðsluskrifstofa hélt utan um og var ætluð þeim grunnskólakennurum sem sótt höðu námskeiðið Uppbygging I á síðastliðnu ári. Fyrirlesarar námskeiðanna voru Cindy Brown og Joel Shimhoji. Námskeiðin tókust í alla staði vel og voru þátttakendur auk dalvískra kennara og starfsmanna skólanna frá Fjallabyggð og Akureyri. Hugmyndafræði Uppbyggingastefnunnar er nú að festa sig í sessi í skólum Dalvíkurbyggðar og er frekari kynningar þörf víðar í samfélaginu.

3.Gjaldskár fræðslusviðs 2013

Málsnúmer 201208036Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingu á gjaldskrám málaflokka fræðslusviðs 04. Breytingar munu taka gildi frá 1. janúar 2013.  a) Húsnæði Dalvíkurskóla.  Gjaldskrá samþykkt með lítilsháttar breytingu. b) Gjaldskrá Tónlistarskólans. Með fundarboði fylgdi samantekt á skólagjöldum í sveitarfélögum af svipaðri stærð og Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð samþykkir óbreytta gjaldskrá Tónlistarskólans. Sigurður Jörgen Óskarsson situr hjá við afgreiðslu. c) Gjaldskrá leikskóla.Með fundarboði fylgdi gjaldskrá með tillögu að 5% hækkun á leikskólagjöldum og fæðisgjöldum. Fræðsluráð samþykkir 5% hækkun leikskóla- og fæðisgjalda. d) Gjaldskrá vistunar í Frístund.  Með fundarboði fylgdi tillaga að hækkun á gjaldskrá Frístundar.  Fræðsluráð samþykkir að vistunargjöld hækki úr 300 kr. í 315 kr. á klst og fæði úr 200 kr. í 210 kr. á dag.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Hildur Ösp kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar og lítillega var rætt um þær. Lagt fram og kynnt. 

5.Erindisbréf Fræðsluráðs

Málsnúmer 201208011Vakta málsnúmer

Auður Helgadóttir formaður fræðsluráðs fór yfir erindisbréf fræðsluráðs og um það urðu stuttar umræður. Engar athugasemdir. Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi